Tölvumál - 01.12.1999, Page 16

Tölvumál - 01.12.1999, Page 16
Kasmír mikli Kasmír mikli Árni Gunnar Róbertsson Það sem markaðs- setning á vefnum hef- ur fram yfir margar aðrar leiðir er sveigj- anleiki í upplýsinga- miðlun og gagnvirkni Kasmír er byggt á miðlægum Informix- Universal Server gagnagrunni og er aðgengilegt í gegn- um venjulegan vafra Fyrirtæki eru í vaxandi mæli að upp- götva notkunargildi veraldarvefsins sem verkfæris til að bjóða betri þjónustu við viðskiptavini sína. Það sem markaðssetning á vefnum hefur fram yfir margar aðrar leiðir er sveigjanleiki í upp- lýsingamiðlun og gagnvirkni. Ein af meg- inforsendum þess að vefur þrífist og dafni er að á honum sé að finna áhugavert og lifandi efni. Þetta hljómar kannski eins og almenn skynsemi en svo virðist þó ekki vera þegar svipast er um á vefnum. Síður sem ekki eru uppfærðar í óratíma gefa lít- ið tilefni til heimsókna. Flókin forrit og ferli til að koma efni á vefinn hafa síst hvatt fólk til dáða á vefvellinum. Þörfin fyrir einfalt uppsetningar- og umsjónar- viðmót er því fyrir hendi og varð til þess að vefumsjónarkerfið Kasmír Mikli var hannað á Vefstofu Skímu ehf. og er því sérstaklega ætlað er að auðvelda fyrirtækj- um miðlun og uppfærslu efnis á vefnum. Kasmír Mikli á sér bróður, Kasmír Litla sem miðast að minni fyrirtækjum og fé- lagasamtökum en í þessari grein ætla ég að greina frá helstu eiginleikum og upp- byggingu Kasmírs Mikla. Informix Vefumsjónarkerfið Kasmír er byggt á miðlægum Informix-Universal Server gagnagrunni og er aðgengilegt í gegnum venjulegan vafra. Þetta hefur þann kost að vefumsjón getur farið fram á öllum vélum, sem tengdar eru við Internetið og hafa vafra uppsettan, óháð stýrikerfi. Umsjón- arkerfið og þær síður sem smíðaðar eru með því eru allar geymdar í gagnagrunn- inum. Til að ná til þeirra og birta þær er gagnagrunnurinn tengdur við vefþjón sem í dag er Netscape 4.6 á HP-Unix. Það sem tengir vefþjóninn við gagnagrunninn er Vefeiningin (Web Datablade Module) frá Informix sem er um leið er kjarninn í Kasmír. Web Datablade samanstendur af þremur þáttum: Webdriver (Vefrekill). Vefrekillinn sér um myndun SQL fyrirspurna sem keyra WebExplode fallið til að ná í síður úr gagnagrunninum. Vefrekillinn skilar HTML kóðanum, úr kallinu í WebEx- plode, til vefþjónsins. í Kasmír er stuðst við Netscape Server API (NSAPI) útgáfu af Vefreklinum til að koma á tengingu við gagnagrunninn. WebExpIode fallið. Webexplode fallið myndar kviklegar HTML síður byggðar á gögnum geymdum í Informix gagna- grunninum. WebExplode túlkar vefsíður sem innihalda DataBlade vefeiningar tög og kviklega myndar og keyrir SQL fyrir- spurnir og skipanir sem geymdar eru í Ve- feiningartögum. WebExplode forsníður útkomuna úr SQL fyrirpurnunum og skip- unum og skilar útkomunni til Vefrekilsins. SQL fyrirspurnirnar ásamt skipunum eru tilgreind með tögum sem falla undir SGML staðalinn. Vefeiningar tög og eiginleikar. Vefein- ingin í Informix inniheldur sitt eigið safn af tögum og eiginleikum sem fylgja regl- um SGML staðalsins sem leyfa keyrslu SQL fyrirspurna innan vefsíðna. Myndin að neðan sýnir betur ferlið sem fer af stað þegar beðið er um vefsíðu sem á heima í Informix gagnagrunni. {ifx.drw} Það sem er þó einna öflugast við In- formix Vefeininguna er að hún leyfir hönnun nýrra taga (Dynamic tags). Notkun þeirra gerir kleift að hylja flóknar gagnagrunnsaðgerðir eða annan kóða fyrir notandanum bakvið einfalt við- mót. Þessi eiginleiki Vefeiningarinnar kemur fram í Kasmír sem X-Einingar (In- formix-einingar). Umsjónarhluti Eftir að umsjónarmaður vefs hefur fengið úthlutað notendanafni og lykilorði að um- sjónarsíðu Kasmírs getur viðkomandi haf- ist handa við að setja inn efni á vefinn. Það eru þrjár leiðir til að búa til nýja síðu í Kasmír, sú fyrsta er að skrifa efnið beint inn á umsjónarsíðunni eða undirbúa efnið í öðru verkfæri eins og t.d. StarOffice eða MS-Word og vista á HTML formi sem 16 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.