Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 31
IP margvörpun Margvörpunar- númerum er lang- oftast úthlutað til skamms tíma í einu, öfugt við flest önnur IP númer Til að geta notað margvörpun Iparf Internetið að vera margvörpunarhæft. Petta jbýðir að beinar þurfa að geta beint margvörpunarumferð og notandabúnaður unnið úr henni IP - Einvarp Mynd 2. Munur á einvörpun og margvörpun A mynd 3 sem fengin er úr t21 eru sýnd IP númer. Númerin eru öll 32 bita löng og koma bæði fyrir í þeim hluta pakkans sem táknar upphaf og áfangastað hans. Þau sem tilheyra flokkum A,B og C hafa öll bita sem tákna netin sem pakkinn ferðast í og tölvumar sem hann fer á milli. Númer af flokki D hafa ekki slíka skiptingu og eru ætluð til margvörpunamota. Þau geta verið á bilinu 224.0.0.0. til 239.255.255.255. Margvörpunamúmerum er langoftast úthlutað til skamms tíma í einu, öfugt við flest önnur IP númer. Þegar sett er upp margvörpunarsamkoma er notuð svonefnd IGMP samskiptaregla (Intemet Group Management Protocol) Sá sem stjómar samkomunni sendir út fyrirspum á númerið 224.0.0.1 sem táknar allar tölvur á viðkomandi undimeti, mynd 4. Þeir sem vilja taka þátt í samkomunni svara hvort þeir vilji vera með eða ekki. Með þessu þarf beinirinn sem tengdur er hópnum ekki að vita um allar tölvur í viðkomandi hópi. Margvörpunarfjarskipti sem önnur fjarskipti á Intemetinu byggjast á því að netið lætur í té þá getu sem það getur hverju sinni (e. best effort). Þetta þýðir að pakkar geta týnst og þeir geta komið í rangri röð til viðtakanda. Flutningslagið (e. transport layer) sér um að endurraða pökkum og koma þeim réttum til skila til viðfangsins. A Intemetinu er algengast að nota til þessa TCP regluna (Transport Control Protocol) en hún er eingöngu hönnuð fyrir einvarps fjarskipti og því ekki nothæf fyrir margvarp. Þess vegna nota flest margvörpunarviðföng sér UDP regluna (User Datagram Protocol) en hún býður upp á mun unfangsminni þjónustu en TCP. Þetta þýðir að þegar öngþveiti (e. congestion) eða önnur óáran ríkir á netinu tapast margvörpunarpakkar. Þess vegna þarf margvörpun að notast við sértæka flutningsþjónustu sem er annað hvort skrifuð ofan á UDP eða tengist beint IP laginu, mynd 5. Mynd 3. iP númer a* Bhs Blass 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 ................... Raw 3f host addiesies A B C D E |o| Netuvok | ríost 110 | Netvrork 1 Host 110 Nctworh Hoat 1 1,1C I M ult east add ress | 11110 | Teier/ed for future use 1 n n ntn 127.255.255.255 126.0C.01o 191.203.230.233 132.0.C.01O 223.255.255.255 224.0 C.01o 239.255.255.255 240.0 .C.0 to 247.255.255.255 Til að geta notað margvörpun þarf Intemetið að vera margvörpunarhæft. Þetta þýðir að beinar þurfa að geta beint margvörpunarumferð og notandabúnaður unnið úr henni. Því miður eru aðeins fáeinir beinar á Intemetinu sem geta meðhöndlað margvörpunarumferð og í mörgum tilvikum er margvörpunarhæfni þeirra ekki virkjuð. Mynd 4. IGMP samskipti /Internet Group Management Protocolj Viðíang Flutningur TCP UDP IP Data Link (Öryggislag) Physical (bitaffutningslag) Mynd 5. Margvarp getur ekki nýtt TCP flut- ningsþjónustu og leita verður sértækra lausna Tölvumál 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.