Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 35
NetV/orld + Interop NetWorld+lnterop 99 Atlantaráðstefna um netkerfi Arnaldur F. Axfjörð Networld+lnterop er stærsta ráðstefna í heimi um netkerfi. Hún er venjulega flokkuð sem sölusýn- ing með áherslu á fræðslu og smiðjur Alls voru í boði þrjár stærri ráðstefnur og fjögur minni ráðstefnu- mót sem stóðu í einn dag hvert. NetWorld+Interop er ráðstefnuröð sem hefur verið í gangi í meira en áratug. Interop var stofnað árið 1986 í því markmiði að vera vettvangur fyr- ir umfjöllun um samvirkni tölvukerfa. Árið 1994 var Interop sameinað ráðstefnunni Novell NetWorld og nafninu breytt í Net- World+Interop. I dag er NetWorld+Interop haldin á vegum ráðstefnufyrirtækisins ZD Events í sjö stórborgum um allan heim á hverju ári; í Las Vegas og Atlanta í Banda- ríkjunum, í Toronto í Kanada, í París, Tókíó, Sidney og í Singapore. Networld+Interop er stærsta ráðstefna í heimi um netkerfi. Hún er venjulega flokk- uð sem sölusýning með áherslu á fræðslu og smiðjur (e; workshops) og fjallar um netkerfi, fjarskiptatækni og Alnetið (e; Internet). Ráðstefnugestir eru mjög breiður hópur, allt frá æðstu yfirmönnum upplýs- ingadeilda fyrirtækja og stofnana til tækni- manna og hugbúnaðarsmiða. Þama eru full- trúar fyrirtækja, stofnana, síma- og fjar- skiptafyrirtækja, tölvufyrirtækja, útgáfufyr- irtækja í tölvugeiranum, auk allra þeina að- ila sem eru með sýningarbása, fyrirlestra og aðra fundi. Networld+lnterop 99 Atlanta Networld+Interop 99 Atlanta var haldin 12.-17. september 1999 í Atlantaborg í Georgíu í suðurhluta Bandaríkjanna. Ráð- stefnan hófst á sunnudegi og henni lauk á föstudegi. Alls komu rúmlega 50.000 ráð- stefnugestir til að sækja sýningu, fyrir- lestra og námskeið, þar á meðal 11 íslend- ingar. Ráðstefnunni var skipt í sýningu annars vegar og fræðsludagskrá hins vegar. Fræðsludagskráin innihélt nokkrar ráð- stefnur, námskeið, sérstæða fyrirlestra, en auk þess ýmis konar fundi, mót og við- burði. Alls voru í boði þrjár stærri ráðstefnur og fjögur minni ráðstefnumót sem stóðu í einn dag hvert. Meginráðstefnurnar voru Almenn ráðstefna (e; General Conference), Ráðstefna þjónustuveitenda (e; Service Provider Solutions Conference), og Interop ráðstefna stjómenda (e; Executive Interop Conference). Minni ráðstefnumótin voru Ljóstæknidagur (e; Optical Day), VPN dagur, Netgreiningardagur (e; Network Forensics Day) og VoIP dagur. Ráðstefnur Alls voru í boði 90 fyrirlestrar á 5 dögum. Interop ráðstefna stjórnenda byrjaði á sunnudeginum ineð móttöku og næstu tvo daga var farið í gegnunt dagskrá með fyr- irlestrum og umræðufundum þar sem áhersla var á stefnumótun í upplýsinga- kerfum, framtíðarsýn og reynslusögur. Á Almennu ráðstefnunni voru 40 fyrir- lestrar á 6 brautum; Aðgangstækni og þjónusta, Staðarnet og netskiptar, Framtíð IP, Öryggi, Netumsjón og netreglur (e; network policy) og Notkun Alnetsins. Meðal efnis var umfjöllun unt tal yfir tölvunet, háhraðanet og arkitektúr staðar- neta, bandbreiddarstýringar (QoS), grein- ingu á öryggisþáttum og varnir netkerfa, sýndareinkanet (VPN), umsjón byggða á netreglum, þjónustusamninga og eftirlit með þjónustuþáttum upplýsingakerfa, rekstur vefsetra og tölvupóstkerfa og raf- ræn viðskipti. Á Ráðstefnu þjónustuveitenda, sem til- lieyrði ráðstefnuröðinni EXPO Comm, voru 20 fyrirlestrar á þreinur brautum; Netkerfi, Aðgangsþjónustur og tækni og Netumsjón og rekstur. Á þessari ráðstefnu var áhersla á hýsiþjónustu fyrir notkunar- hugbúnað, sameinaða skeytasýslu (e; uni- fied messaging), innhringiþjónustur, þráð- laus kerfi, tal yfir IP kerfi auk annarra þjónustuþátta. VPN dagurinn var tæknifundur með áherslu á útfærslu og notkun sýndareinka- neta (e; virtual private networks). Rætt var um öryggisþætti, útfærslu og umferða- og bandbreiddarstýringar. Tölvumál 35

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.