Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 43
Tæknisamruni Síma- Tölvu- Gacnvirk Nettexta- Veftal GSM þjónusta póstur Fax Intcmct b spjall “VolP” SMS/WAP K-iosk staðir maður einfaldlega ekki. Þess í stað verður sífellt algengara að hafa tölvusíma á skjánum hjá sér, þar sem hægt er að fram- kvæma allar algengustu aðgerðir eins og hringja, svara, leggja á, flytja símtal, setja á bið ofl. Til að halda símafund þyrfti ein- ungis að merkja við í lista hverjir vera ættu á fundinum og smella síðan á hringja hnappinn. Tölvusímtæki tengjast vanalega einnig viðskiptamannagrunni eða öðrum þeim grunnum sem notandinn kýs. Aður en svarað er kemur því fram á skjá hver er að hringja og hægt er að halda utan um sam- skiptasögu viðkomandi. Ef maður bregður sér frá sést á skjánum hverjir hafa hringt á meðan og nægjanlegt er að tvísmella á viðkomandi til að hringja til baka. Öntíur dæmi um slík kerfi eru t.d. tölvu- skiptiborð, tölvueftirlitskerfi og úrvinnslu og skýrslukerfi varðandi upplýsingar um símanotkun. Sameinuð skeytasýsla Mikilvægi tölvupósts verður seint ofmetið þar sem MS-Exchange og Lotus Notes póstkerfi eru ráðandi hérlendis. Sending símbréfa er enn algengur samskiptamáti og eru ýmsar þekktar tölvulausnir í boði á jiví sviði. Síðan eru talskilaboð sem fram að þessu hafa tilheyrt símaheiminum. Með samræmdum skilaboðakerfum (e. „Uni- fied Messageing“) eru þessir þrír þættir sameinaðir. Hvort heldur er um að ræða tölvupóst, símbréf eða talskilaboð kemur það fram í póstkerfinu, hvert með sínu merki til að notandinn geti aðgreint teg- und skilaboðanna. Með því að tvísmella á línu sent sýnir talskilaboð, á sama hátt og tölvupóstur er opnaður, þá heyrast skila- boðin. A sama hátt eru símbréfasendingar skoðaðar með því að tvísmella á viðkom- andi línu. Einnig er hægt að nota kerfið til að taka upp skilaboð og senda eins og um tölvupóst væri að ræða og þarf því ekki að slá inn texta. Þessi kerfi eru byrjuð að ryðja sér til rúms hérlendis og líklegt er að innan fárra ára verði þetta talinn eðlilegur hluti af póstkerfum. Gagnvirkt raddsvarkerfi Gagnvirk raddsvarkerfi eru trúlega hvað best þekkt af þeim lausnum sem flokkast sem tölvusímtækni. Gagnvirk raddsvar- kerfi byggjast á notkun símkerfis til að hringja inn og óska ákveðinna upplýs- inga nreð vali á takkaborði. Upplýsing- arnar eru síðan sóttar í gagnagrunn. Þekkt dæmi um svona kerfi er til dæmis Bankalínan þar sem hægt er að fá upp- lýsingar um stöðu reikninga og síðustu hreyfingar. Annað dæmi er komur og brottfarir flugvéla. Hins vegar er sérhæfð notkun slíkra kerfa sérlega áhugaverð, þar sem notast er við þá staðreynd að flestir eru með síma og því aðgangur að kerfinu alls staðar tryggður. Síminn er því í raun notaður sem lófatölva sem er Tölvumál 43

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.