Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 23
Rafræn tímarit Allt snýst þetta að meira eða minna leyti um greiðslur fyrir af- not af efni er einfalt mál að færa texta úr rafrænum tímaritagreinum milli skjala og nota í eig- in þágu og þá ekki alltaf getið heimilda eins og vera ber. Þessu vilja höfundar og útgefendur að sjálfsögðu stemma stigu við og því er verið að endurskoða lög um höf- undarrétt bæði innan Evrópubandalagsins og í öðrum löndum. Þegar svo viðamikil mál eru í gangi reyna allir að hafa áhrif á gang mála. Utgefendur og rétthafar efnis vilja að sjálfsögðu tryggja sér eðlilegar greiðslur en bókasafnsfræðingar hafa reynt að koma á framfæri sjónarmiðum notenda bókasafna þ.e. lesenda sem skilj- anlega hafa ekki haft með sér nein form- leg samtök. Reynt er að fara bil beggja þ.e. trygjya réttindi þeirra sem að útgáf- unni standa þ.e. höfunda og útgefenda svo og að tryggja eðlilega notkun þeim til handa sem stunda rannsóknir eða nám. Bókasöfn sem ber að safna, varðveita og miðla efni á hvaða formi sem það er vilja að sjálfsögðu fá leyfi til þess að halda þessu hlutverki sínu áfram. Allt snýst þetta að meira eða minna leyti um greiðslur fyr- ir afnot af efni. Samningar og samvinna Mörg bókasöfn hafa úr litlum fjármunum að spila, samningar við útgáfufyrirtæki eru tímafrekir og flóknir og því hafa þau í auknum mæli tekið sig saman og keypt sameiginlegan aðgang „konsortium" að rafrænum tímaritum. Ymist er um að ræða rannsóknar-, háskóla- eða sérfræðisöfn sem vinna með svipað efni og þá oft söfn í ákveðnu landi, eða þvert á landamæri sem taka sig saman og gera slíka samninga. I þessum samningum er tekið fram, um hvaða tímarit er að ræða, hvernig aðgang sé háttað, en erfitt er fyrir bókasöfn að henda reiður á lykilorðum margra notenda og eru IP heimilisföng vclþjóns notuð til þess að fylgjast með aðgangi að efninu. Þá er á kveðið á hvaða formi efnið er t.d. Word eða PDF svo og hverjir mega nota tímaritin og hvernig. Einnig er ákveðið hver greiðslan skuli vera bæði fyrir að- gang að tímaritunum og til greiðslu fyrir höfundar- eða notkunarrétt. Söfnin skipta svo með sér kostnaði eftir fyrirfram ákveðnum forsendum. Samningar geta verið mismunandi þótt útgefendur vinni að því að koma þeim í staðlað form. Samningar sem þessir geta verið hag- stæðir ekki bara fyrir útgefendur heldur fyrir söfnin en margt er ennþá óljóst t.d. hver og á hvaða formi á að varðveita raf- ræn tímarit og hvar á að varðveita þau. Einnig eru millisafnalán sent tíðkast hafa milli bókasafna á gráu svæði í þessum samningum þar sem í þeim tillögum um höfundaréttamál sem nú bíða endanlegrar afgreiðslu ESB er gert ráð fyrir að bóka- söfn megi ekki lána tímarit eða tímarita- greinar á rafrænu formi til annarra safna. Einstaklingar og bókasöfn geta að sjálf- sögðu keypt sér aðgang að einstaka tíma- ritum eins og um venjulega áskrift að prentuðu tímariti væri að ræða. Leitarviðmót Annað vandamál sem fylgir rafrænum tímaritum er það leitarviðmót sem birtist notendum. Sérhver útgefandi hefur sitt eigið viðmót og valmöguleikarnir eru margir. Þetta veldur svo því að notendur geta ekki gengið að neinu vísu þegar kem- ur að skjánum. Því er orðið mikilvægt að söfnin byggi notendavæna valmynd ofan á kerfin þannig að notandinn gangi alltaf að sama viðmótinu vísu, án þess að hann verði þess var að gögnin koma úr mis- munandi grunnum. Einnig er nauðsynlegt að geta leitað að greinum úr tímaritum frá fleiri útgefendum í sömu leit, Það sparar mikinn tíma og fyrirhöfn. Hvar erum við stödd? Þróunin hefur verið hröð síðustu 2 ár og ekki úr vegi að skoða ástandið hér á landi. Um miðjan október var haldin hér norræn ráðstefna um rafræn tímarit á vegum FBR Félags bókavarða á rannsóknar og sér- fræðisöfnum og NVBF sem eru norræn samtök slíkra félaga. I fyrirlestrum og um- ræðum kom berlega í Ijós að norrænu frændþjóðirnar standa okkur nokkrum skrefum framar í þróuninni. Til að nefna dæmi þá hafa í Svíþjóð verið gerðir 14 landssamningar um aðgang að gagna- grunnum og/eða rafrænum tímaritum og er þá samið um aðgang að hundruðum tímarita í einu. Sem dæmi má nefna að einn virtasti útgefandi fræðilegs efnis El- sevierScience gefur nú út 1.065 tímarita- titla og í gagnagrunni þeirra eru 700.000 tímaritagreinar í fullri lengd og bætast við Tölvumál 23

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.