Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 25
Veflausnir meö Informix Veflausnir með Informix Internet Foundation.2000 Einar Bergmundur Arnbjörnsson Notendur krefjast að- gangs að þessum upplýsingum og vilja fá skýr svör, strax En það getur verið flókið mál og erfitt í viðhaldi að gera not- hæf vefviðmót á gagnasöfnin Það þarf ekki að fjölyrða um fram- gang vefsins á síðustu árum, en hjá þeim sem standa að raunverulegri framkvæmd þessarar þróunar vaknar oft spurningin; „ er þetta gert?“. Eg vil nota þessar línur til að útskýra að einhverju leyti þá leið sem hönnuðir IIF.2000 hafa farið við umbrotsfléttun gagna og leit fyrir vefi, hvort heldur innri eða ytri. Þörfin fyrir þessháttar lausnir er víða, stofnanir og fyrirtæki liggja með ógrynni upplýsinga í gagnagrunnum sínum, not- endur krefjast aðgangs að þessum upplýs- ingum og vilja fá skýr svör, strax. Sam- skipti bréfleiðis, hvort heldur með rafpósti eða landpósti eru seinvirk. Svartími getur verið frá einhverjum mínútum til nokkura daga eða vikna. Þolinmæði til þessháttar viðskipta er á þrotum. (Sjálfur er ég á nál- um þegar ég bíð eftir síðum frá netvæddri sjálfsafgreiðslu bankans míns sem eyðir heilu sekúndunum í 128 bita brenglun gagnasamskipta). En það getur verið flók- ið mál og erl'itt í viðhaldi að gera nothæf vefviðmót á gagnasöfnin. Margir aðrir þættir koma við sögu s.s. öryggi, gagn- virkni, hraði o.tl Þessa þætti höfðu menn í huga þegar fyrstu skrefin voru stigin í hönnun veflausna Informix. Þá hét varan reyndar Illustra og var verkefni Michaels Stonebraker sem kenndi við Berkely há- skóla í BNA. Illustra var einn fyrsti not- hæfi hlutbundni venslagrunnurinn og var Stomebraker mikill frumkvöðull í þeim málum. Illustra þróaðist út frá Postgres verkefninu, en Postrgres gagnagrunnurinn fylgir t.d. ókeypis með RedHat Linux. Stjórn Informix sá að þarna var á ferðinni spennandi tækni og festi kaup á hugverk- inu og réð Stonebraker til starfa. Hann er nú CTO (Chief Technical Officer) hjá In- formix. Illustra fékk þá nafnið Informix Universal Server (IUS) og var dreift sent sérstökum gagnaþjóni. Þar var helsta nýj- ungin fyrir utan hlutbundna byggingu notkun s.k. gagnablaða. En gagnablöð eru viðbætur við eiginleika grunnsins og eru raun safn aðgerða og gagnategunda sem hlaðið er inn í sjálfan kjarna gagnaþjóns- ins. Þau gefa þannig kost á mun betri nýt- ingu vélarafls og hraða í aðgerðum þar sem aðgerðir þurfa ekki að leita út til stýrikerfis og annarra forrita til starfa. Nú er búið að sameina kóðana frá IUS og gamla góða Informix Dynamic Server (IDS) sem flestir þekkja sem 7.* línuna. Með þessu náðist að sameina hraða og stækkunareigninleika IDS og tjölhæfni IUS í nýjum gagnaþjóni; Informix Inter- net Foundation.2000. Og um þá mögu- leika sem hann býður við veflausnir er ætlunin að ræða ögn hér. Hlutbundin uppbygging vefsvæða Veflausnir með IIF.2000 styðjast við vefgagnablað. En það samanstendur af nokkrum aðgerðum og gagnatögum sem nauðsynlegar eru til vefþróunar. Þar er helst gagnatagið HTML sem er í raun samsett gagnatag. Þ.e. í grunnin er hún LVARCH- AR en ef stærð síðunnar fer yfir takmarkan- ir LVARCAHR fer það sem umfram er í CLOB (Character Large OBject). Gangn- vart grunninum og notanda er þetta ósýni- legt. Þ.e.a.s. HTML er gagnategund sem engar áhyggjur þarf að hafa af sem slíkri. Og þar sem yfírfallið fer í CLOB er ntögu- legt að framkvæma textaleit í því sem væri illmöguleg væri það BLOB (Binary Large Object). En, sem sagt, HTML er ein megin- uppistaðan í þessari leið. Og það er nátturú- lega ljóst að liún er notuð til að vista HTML kóða. En í skjölum geymdum í HTML gagnataginu eru líka vistaðar SQL skipanir og umbrotsaðgerðir. Skylt gagnatag er svo tag en það eru kóðafylki eða einingar sem má endumýta við vefsmíðina eftir þörfunt. Tag getur svo innihaldið annað tag í sjö kynslóðir. Allar HTML sfður, myndefni og tög eru vistuð í grunninum. Tölvumál 25

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.