Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 28
Tónlist á netinu MPEG Layer-3 Tónlist á netinu Baldur J. Baldursson MPEG Layer-3 er hljóðsnið sem valdið hefur töluverðum usla jbar sem jbað bíður upp á dreifingu tón- listar í afar háum gæðum yfir Internetið, oft á tíðum án leyfis höfunda Með Mpeg Layer-3 er hægt að minnka jbað pláss sem hljóð í geisladiska gæðum tekur um tólffalt MPEG er skammstöfun fyrir sam- tök sem kalla sig Moving Pict- ures Experts Group. Samtökun- um er stjórnað af ISO (International Standards Organization) og IEC (International Electro-Technical Commission) og vinnur að gerð staðla fyr- ir kóðun á kvikmyndum og hljóði. MPEG Layer-3 (betur þekkt sem Mp3 sem þó er rangnefni) staðallinn var þróað- ur af Fraunhofer Institute í Þýskalandi og Thomson Multimedia SA í Frakklandi og síðan gerður að staðli árið 1993. MPEG Layer-3 er hljóðsnið sem valdið hefur töluverðum usla þar sem það býður upp á dreifingu tónlistar af afar háum gæðum yfir Intemetið, oft á tíðum án leyf- is höfunda. Tónlistarfólk er margt ekki nógu ánægt með framgang þessarar tækni þar sem auðvelt er að fara fram hjá höf- undarréttarlögum og engar greiðslur ber- ast hlutaðeigandi aðilum til handa. A hinn bóginn er lítt eða ekkert þekkt tónlistar- fólk oft ánægt með vinsældir tækninnar þar sem hún auðveldar þeim að koma sér á framfæri, og það á heimsvísu, þar sem Internetið hefur engin landamæri. Svokölluð stafræn vatnsmerking (digi- tal watermarking), er tækni sem gerir kleift að skrá ósýnilegar upplýsingar um listamann, flytjanda, o.s.frv. inni í hljóð- skránni sjálfri. Þetta mun sennilega breyta töluverðu í þessum málum og kemur lík- lega í veg fyrir að við sjáum hvern lista- manninn á fætur öðrum flýja af hólmi og finna sér eitthvað annað að gera. Ef við tækjum nýjan eða nýlegan geisladisk með stafrænni vatnsmerkingu, afrituðum skrárnar og færðum í MPEG Layer-3 format, færu ailar upplýsingar meðferðis — þ.e. upplýsingar um útgefanda, lista- mann, o.s.frv — þetta á einnig við um fla- umræna (analog) afritun. MPEG Layer-3 er því sennilega ekki eins mikil ógn og ætla mætti í fyrstu — það þarf bara alltaf að finna leiðir til að fylgja nýrri tækni. Áður en mögulegt var að þjappa hljóð- skrám var geymsla hljóðs í tölvum ill- möguleg nema ógrynni harðdisks pláss væri fyrir hendi. Þetta átti sérstaklega við um hljóð af geisladiska gæðum (44.1khz, lóbit). Tökum dæmi um hversu mikið pláss ein mínúta af hljóði í slíkum gæðum tekur: Söfnunartíðnin er 44.1khz - þ.e. 44,100 sýni eru tekin af hljóðinu á hverri sekúndu og stærð hvers sýnis er 16 bitar. Þetta þýð- ir að ef við ætlum að geyma hljóðskrána á harða disknum okkar tæki þessi mínúta um 10 Mbæti ef um víðóma skrá væri að ræða. (Þannig að venjuleg geislaplata af algengri lengd tæki þá um 400 til 500 Mbæti.) Ef við vildum síðan að flytja þessa mínútu af hljóði yfir Internetið með hjálp 28.8kbaud mótalds, tæki það okkur tæpar 50 mínútur. Þjöppun hljóðskráa er því afar mikilvæg í þessu samhengi. Með MPEG Layer-3 er hægt að minnka það pláss sem hljóð af geisladiska gæðum tekur um tólffalt án þess að tapa niður heyranlegum gæðum. Þannig að eftir þjöppun verður skráin um 8% af uppruna- legri stærð. Hljóðið, sem áður tók 10 Mbæti, tæki 0.83 Mbæti með hjálp MPEG Layer-3. Af þessum sökum er slík tækni sem Layer-3 afar mikilvæg fyrir hluti eins og tölvuleiki, hljóð sem þarf að koma fyrir á agnarsmáum rafrásum og síðast en ekki síst fyrir Intemetið. Reynum nú aðeins að gera okkur grein fyrir hvemig slík þjöppunaraðferð sem Layer-3 virkar og lítum aðeins á hvemig heyrn manna er byggð upp: Mannseyrað samanstendur af þrem hlutum: ytra eyra, miðeyra, og innra eyra. Ytra eyrað samanstendur af því sem er sjáanlegt utanfrá af eyranu og svo eyrnar- göngunum inn að miðeyranu. Ytra eyrað er mikilvægt fyrir staðsetningu hljóðs en miðeyrað umbreytir hljóði úr lofti í vökva. Innra eyrað er svo að mestu leyti himna 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.