Tölvumál - 01.12.1999, Page 7

Tölvumál - 01.12.1999, Page 7
Tölvupóstur starfsmanna Tölvupóstkerfi er í eðli sínu einfaldur gagna- grunnur sem geymir samskipti notenda með skipulegum hætti Væri niðurstaðan sú, þyrftu þeir sem rækju póstþjón IMail Ser- verj að hafa starfs- leyfi frá Tölvunefnd samkvæmt ákvæðum laganna andi að íslenskum landsrétti er ljóst að úr- lausnir þessar gefa sterka vísbendingu um hver niðurstaða íslenskra dómstóla yrði, kæmi hliðstætt álitaefni til úrlausnar fyrir íslenskum dómstólum. Lög nr. 121/1989 um skáningu og með- ferð persónuupplýsinga fjalla samkvæmt 1. gr. þeirra um kerfisbundna skráningu upplýsinga. Þar er ekki fjallað beinum orðum um tölvupóst. Má telja vistun og geymslu tölvupósts ‘...kerfisbund[na] skráning[u] á persónulegum upplýsing- um...’ í skilningi laganna? Tölvupóstkerfi er í eðli sínu einfaldur gagnagrunnur sem geymir samskipti notenda með skipuleg- um hætti og hægt er að leita í bæði send- um og mótteknum tölvupósti í tímaröð, eftir efni, einstaka orðum, hver sendi og hverjum var sent. I 3. mgr. 1. gr. er orðið persónulegar upplýsingar afmarkað þannig að átt sé við upplýsingar er varða einkamálefni, svo sem fjárhag eða önnur málefni einstak- linga og stofnana, fyrirtækja eða annarra lögpersóna sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari. Orðið persónulegar upplýs- ingar er þannig skýrt í greinargerð með lögunum að átt sé við upplýsingar um einkalíf manna, m.a. álit manna á öðrum sem leynt á að fara. Upplýsingar þurfa ekki að vera ‘...til hnjóðs eða meiða æru manns’ eins og segir í greinargerð. Stuðst er við það sjónarmið að sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar þessar fari leynt og menn eigi það ekki á hættu að aðrir geti dreift slíkurn upplýsingum án þeirra sam- þykkis. Lögin urðu til áður en tölvupóstur varð jafn útbreiddur og hann er í dag en fjarri lagi er að það sé langsótt sjónaimið að tölvupóstur falli undir gildissvið lag- anna. Væri niðurstaðan sú, þyrftu þeir sem rækju póstþjón (Mail Server) að hafa starfsleyfi frá Tölvunefnd samkvæmt ákvæðum laganna. Tölvunefnd hefur ekki gert kröl'u um slíkt enda má telja að slíkt myndi auka verkefni nefndarinnar til mik- illa muna, sem þó eru næg fyrir. Geta má þess að margir evrópskir fræðimenn í lög- fræði eru á þeirri skoðun að tilskipun Evr- ópubandalagsins, 95/46/EC um skráningu og meðferð persónulegra upplýsinga^1 nái til skráningar, geymslu og meðferðar á tölvupósti, en önnur tilskipunj4! 97/66/EC, sem stendur hinni fyrri til fyll- ingar og nær til friðhelgi og persónu- verndar á sviði fjarskipta, nái til tölvu- pósts sem fer um almenn fjarskiptanet. Tilskipun 95/46/EC, sem kemur inn í ís- lenskan rétt í gegn um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, mun nú liggja fyrir sem l'rumvarpsdrög sem lögð verða fyrir Alþingi innan skamms og munu þau að öllum líkindum leysa af hólmi lög 121/1989. Ákvæði XI. kaflal5] nýs frum- varps til laga um fjarskipti sem leggja á fyrir 125. löggjafarþing Alþings eru samin með hliðsjón af ofangreindri tilskipun 97/66/EC. í XXV. kafla almennra hegningalaga nr. 19/1940 segir í 228. gr. að verði maður sér á ólögmætan hátt úti um aðgang að gögn- um eða forritum annarra sem geymd eru á tölvutæki fonni varði það sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Með ákvæðinu nær friðhelgi til skjals eða skilaboða sem eru á rafrænu formi og því er refsivert að brjóta ‘bréfleynd’ rafrænna skilaboða. I lögum um fjarskipti nr. 143/1996 segir í 2. mgr. 18. gr. að sá sem fyrir tilviljum, mistök eða án sérstakrar heimildar taki við sím- skeytum, myndum eða öðrum fjarskipta- merkjum eða hlusti á fjarskiptasamtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Ljóst er að fjarskipti, og að öllum lík- indum tölvupóstur sem ein tegund fjar- skipta, njóti friðhelgi, hvort sem slík sam- skipti fara fram á heimili eða í vinnu. Ekki verður séð að önnur regla gildi urn tölvu- póst en símtöl eða önnur fjarskipti. At- vinnurekanda er með öllu óheimilt að hljóðrita samtal og símtöl starfsmanna í vinnu nema komi til samþykki starfs- manna og viðmælenda þeirra. Sama sjón- annið virðist eiga við um tölvupóst sem safnast saman við vinnu og er geymdur með skipulegum hætti á tölvukerfum. Af þessari lauslegu samantekt, sem hvergi nærri er tæmandi, sést að óljóst er hver réttur atvinnurekanda sé til að ganga í tölvupóst starfsmanns, sé sá réttur yfir höfuð fyrir hendi. Hæpið verður að telja að atvinnurekandi geti krafist þess að hafa óheftan aðgang að tölvupósti starfsmanns á grundvelli þess að atvinnurekandi eigi höfundarrétt að tölvupósti starfsmanns. Yrði hér að koma til samþykki starfs- manns til að taka af allan vafa og má telja Tölvumál 7

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.