Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 17
Kasmír mikl Vafri URL:lhttp://.1 Vefþjónn Vefrekill Informix Universal Server Hlutbundinn venslagrunnur fMynda SQL skipunf Vefsíðu tafla HTML síöa með lifandi gögnum HTML síöa meö SQL tögum 1 Webexplode falllið I síðan er hægt að sækja úr skrá eða klippa og líma inn í síðuumsjónarhluta Kasmírs. Myndir sem kunna að fylgja nýrri síðu eru sóttar inn í kerfið sérstaklega í myndaum- sjónarhluta Kasmírs. Áður en hægt er að vista síðuna er henni gefið nafn og valin staðsetning í veftrénu með kaflanúmeri. Kasmír sér síðan um að gera síðuna að- gengilega með því að birta tengil á viðeig- andi stað á almenna hluta vefsins en stað- setningin ræðst af því kaflanúmeri sem síðunni var gefið. Þó að þetta sé nóg til að korna síðu á framfæri er hægt að stilla fleiri atriði í síðuskilgreiningunni. Ef vísa þarf í síðuna innan vefsins er þörf á auknefni eða kenni, það tryggir að tengill- inn í síðuna brotnar ekki þó að staðsetn- ingu síðunar sé breytt í veftrénu. Venju- lega er heiti síðunar notað í tengli á síðuna en einnig er mögulegt að notast við graf- ískan hnapp. Ef ekki er óskað að síða birt- ist á almenna hluta vefsins er það gert með einum músasmell. I síðuskilgreiningunni er einnig möguleiki á að láta síðuna birtast þegar ákveðin dagsetning rennur upp og einnig hvenær hún er útrunnin. Þegar síða er útrunnin á tíma er möguleiki á að láta kerfið senda skeyti til umsjónarmanns þess efnis eða fjarlægja hana af almenna vefnum. Til að spara mönnum sporin er inöguleika á að tengja snið við síður til að gefa jreim staðlað útlit. Síðast en ekki síst bíður síðuumsjónarhlutinn upp á að að- greina síður eftir tungumálum. Kerfið samþykkir hverskonar HTML texta en síðuumsjónarhlutinn getur einnig tekið við hreinum texta og því er ekki þörf á HTML kunnáttu ef stuðst er við snið. Myndir í Kasmír eru allar myndir geymdar í gagnagrunni. Á þartilgerðri myndaum- sjónarsíðu er hægt að hlaða upp myndum frá diski einkatölvu, gefa henni nafn og stilla stærð í pixelum. Þegar mynd er vist- uð er henni einnig valinn flokkur eins og t.d. hnappar. Notandinn býr sjálfur til myndaflokkana og eru þeir fyrst og fremst til aðgreiningar á myndum. Flokkamir bjóða þó upp á möguleika eins og t.d. ilettiskilti fyrir auglýsingar. Áður en mynd er birt á vefnum eru nokkur atriði sem hafa ber í huga s.s. tegund, þjöppun , upp- lausn og stærð. Algengustu tegundimar sem ganga í flestar gerðir vafrara eru GIF (Graphics Interchange Fonnat) og JPEG (Joint Photographic Experts Group). Ágætt er að styðjast við eftirfarandi þum- alputtareglur þegar mynd er undirbúinn fyrir vefinn: • Til að tryggja hraðari birtingu reynið að halda stærð mynda undir 30K • Skerið út eða breytið stærð myndar þannig að þær taki minni flöt og séu innan 600 X 300 díla (miðað við 640x480 díla skjáupplausn). • Notist við smækkaðar myndir (thumbnails) og sýnið fulla stærð þeg- ar smellt Tolvumál 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.