Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.12.1999, Blaðsíða 10
Frá oröanefnd tengd tölvu eða ekki. Nú getur oniine átt við eitthvað sem er hugsanlega samofið eða sem starfar með einhverju öðru. Orða- nefndin gerði nýja atlögu að þessum orð- um fyrir skömmu. Þá var reynt að hugsa málið alveg að nýju. Þá komu fram tillög- umar samvirkur fyrir online og sérvirkur fyrir offline. Þegar talað er um online help yrði það samvirk hjálp. Hjálpin er samvirk einhverju öðru, hugbúnaði eða einhverju á neti, en hún er ekki tengd neinu. Ef manni er boðið að vinna offline gæti það verið að vinna sérvirkt. Prentari getur starfað sér- virkt. Þessi orð má nota bæði sem lýsing- arorð og atviksorð. Orðanefnd þiggur at- hugasemdir og tillögur. Application Enska orðið application er eitt af þessum illþýðanlegu orðum. Það er e.t.v. vegna þess að merking þess er ekki vel ljós. í annarri útgáfu Tölvuorðasafns stendur einfaldlega ‘tegund verkefnis sem tölva er Iátin leysa’ og gefin er íslenska þýðingin viðfang, þ.e. eitthvað sem fengist er við. Samsetningarnar application program, application software og application packa- ge eru þýddar sem viðfangsforrit, við- fangshugbúnaður og viðfangssyrpa. Ekki urðu þessi orð útbreidd, og önnur tilraun var gerð þegar unnið var að þriðju útgáfu Tölvuorðasafnsins. Orðið application kemur ekki fyrir þar eitt sér en application program heitir þar notkunarforrit, app- lication software heitir notkunarhugbún- aður og application package einfaldlega hugbúnaðarpakki. Eftir birtingu þriðju útgáfu höfðum við ástæðu til þess að skoða þessi heiti aftur og þá datt okkur í hug að application program mætti e.t.v. heita verkforrit, app- lication software verkefnahugbúnaður og application package áfram hugbúnaðar- pakki. En svo var spurt nýlega hvort ekki mætti nota orðið verkbúnaður um app- lication software og væri þá stytting á verk(efna)hugbúnaður. Application software er í raun búnaður til þess að leysa tiltekið verk. Það má spyrja hver sé munur á application software, application program og application package. Þetta er e.t.v. allt saman verkbúnaður. Ef menn vilja greina þarna á milli má búa til sam- setningarnar verkbúnaðarforrit fyrir app- lication program, verkhugbúnaður fyrir application software og verkbúnaðarpakki fyrir application package. Orðanefnd þiggur eins og áður athugasemdir og ábendingar. Sigrún Helgadóltir, lölfræðingur, slarfar á Hagslofu Islands og er jafnframl formaður 10 lölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.