Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 28
polis um tíma, en síðan nýlendu-
málaráðlierra.
1 nóvembermánuði 1935 lét
Mussolini Pietrao Badoglio mar-
skálk taka við herstjórn af de
Bono. Badoglio er frægasti her-
maður ítala. Margvíslegar ástæður
lágu til þessara mannaskipta. De
Bono hafði lokið verki sínu, þótt
herferðin gengi seint. Útnefning
Badoglio táknaði, að nú tæki rík-
isherinn til starfa, en ekki einungis
svartstakkar. Þá var líka sagt að
Mussolini hefði ekkert haft á móti
því að Badoglia færi frá Ítalíu.
Badoglio er mikill vinur konungs,
og nýtur fyllsta trausts hermann-
anna. Iiann gat þess vegna orðið
Mussolini hættulegur keppinautur,
ef illa tækist til í Abessiníuv
Badoglio marskálkur fæddist
1875. Hann gekk í herinn 1890.
Ilann hefur barizt í öllum styrj-
öldum, sem ítalir hafa síðan átt í,
og var einn af þeim sem undan
komust frá Adúa árið 1896. Sjö
sinnum hefur hann verið sæmdur
heiðursmerkjum fyrir hreysti. Eft-
ir heimsstyrjöldina var hann með-
al annars öldungadeildarmaður,
sendiherra í Brasilíu og forseti
herráðsins.
Rudolfo Graziani, hershöfðingi
fyrir Somaliliðinu, er þaulkunnug-
ur í Afríku. Hann var sjö ár und-
irforingi í Eritreu, og á árunum
1926 til 1930 ,.friðaði“ hann Cyre-
naica. Sérfræðingar í hermálum
telja hann færasta hermann ítala.
Pompeo Aloisi barón hefur átt
erfiðu og vanþakklátu starfi að
gegna og þykir hafa vel tekizt.
Hann hefur verið fulltrúi Músso-
linis í Genf. Húsbóndi hans böl-
sótaðist heima fyrir, en við samn-
ingaborðið í Genf varð Aloisi að
vera kaldur og ákveðinn. Það var
í rauninni ógerningur að fram-
kvæma sumt af því sem Mussolini
fól honum, eins og t. d. ásakanirn-
ar um árásarstyrjöld af héndi
Abessiníumanna, en Aloisi lét það
hvei’gi á sig fá.
AIoisi er af göfugum' ættum,
fæddur 1875, var fyi-st foringi í
sjóhernum, en gerðist síðar stjórn-
arerindreki. Hann hefur fengið
mjög víðtæka reynslu í starfi sínu.
Hann er fjölmenntaður maður og
skrifaði bók um japanska list í hjá-
vei’kum sínum, meðan hann dvaldi
í Tokio sem sendiheri-a ítala þar.
Mussolini sendi hann til Genf 1932.
Hann var formaður í þjóðabanda-
lagsnefndinni, sem hafði umsjón
með atkvæðagreiðslunni í Ruhr-
héruðunum og þótti leysa þar
gott verk af hendi.
Um eitt skeið beitti Mussolini
Dino Grandi rnjög fyrir sig í milli-
ríkjamálum. En eftir Lausanne
ráðstefnuna þótti Mussolini Bret-
ar og Frakkar hafa snúið á fulltrúa
sinn. Gerði hann þá Grandi að
sendiherra í London — ef til vill
til þess að læra slóttugheit af Bret-
26
HEIMILISRITIÐ