Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 58
„Lögreglan samanstendur af aulabárðum. Ég hefði getað verið búin að koma upp um morðingj- ann fyrir löngu ef ég hefði kært mig um“. Beatrice var róleg og brúnaþung. „Sjáið þið til. Ég sá hnífinn. Hann var falinn í skúffu í teborðinu". Hún leit til Marciu. „Borðinu við gluggadyrnar í bóka- stofunni. Hann var þar seinni part dagsins, sem morðið var framið. Hann og — borðið hafði að geyma fleiri hluti. Ég hef ekki skýrt lög- reglunni frá þessu — ekki enn“. Hún á við bréfið, hugsaði Marcia með sér og starði hjálpar- vana á Beatrice. Og Gally missti allt í einu boll- ann úr hendinni niður á gólfið. XII. KAPÍTULI BEATRICE kallaði á Ancill og bað hann að tína upp glerbrotin og þurrka kaffið af gólfinu. Á með- an hann var að því, sagði Beatrice ofboð rólega: „Þar fór bolli úr Mintonstellinu“. Hún fór upp á loft skömmu síð- ar. Rétt á §ftir kom Rob. „Ég varð að koma“, sagði hann. En þau gátu ekki talað einslega saman, því lögregluþjónn spíg- sporaði fyrir framan opnar dyrn- ar á herberginu. „Hittirðu Blakie?“ spurði Marcia. Hann kinnkaði kolli og leit í augu hennar. Hann vissi þá allt um bréfið. Gally gægðist fram fyrir dyrn- ar, læddist aftur til þeirra og hvísl- aði: „Beatrice segist vita hver morðinginn muni vera“. „Hvað segirðu maður?“ „Já — hún heldur því fram, en meira hefur hún ekki upplýst í því sambandi“. „Jæja“, sagði Rob hugsandi og leit til Marciu. „Hvað veit hún, fyrir utan ... “ Hann þagnaði snögglega, og Gally sagði, án þess að veita þögn hans athygli: „Segðu honum það, Marcia! Ég skal gæta lögreglu- mannsins á meðan. En ykkur að segja, þá held ég að Beatrice sé morðinginn". Gally gekk til dyra með stirðn- uðu glettnisbrosi. „Hvað heldur hún?“ sagði Rob. „Heldurðu að við getum náð í bréfið frá henni, Marcia?“ Marcia hristi höfuðið. „Það er engin leið til þess, Rob. En líklega hefur hún ekki það eitt í huga. Hún segist hafa séð hníf- inn í teborðsskúffunni — sama teborðinu, þar sem hún fann bréf- ið og þar sem lögreglan hlýtur að hafa fundið umslagið síðar“. „Hefur hún sagt lögregl.... ?“ „Nei, *ég hugsa ekki. Ó, Rob, hvernig förum við að þessu með bréfið?“ Hann leit til dyra og tók hana 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.