Heimilisritið - 01.01.1947, Page 58
„Lögreglan samanstendur af
aulabárðum. Ég hefði getað verið
búin að koma upp um morðingj-
ann fyrir löngu ef ég hefði kært
mig um“. Beatrice var róleg og
brúnaþung. „Sjáið þið til. Ég sá
hnífinn. Hann var falinn í skúffu
í teborðinu". Hún leit til Marciu.
„Borðinu við gluggadyrnar í bóka-
stofunni. Hann var þar seinni part
dagsins, sem morðið var framið.
Hann og — borðið hafði að geyma
fleiri hluti. Ég hef ekki skýrt lög-
reglunni frá þessu — ekki enn“.
Hún á við bréfið, hugsaði
Marcia með sér og starði hjálpar-
vana á Beatrice.
Og Gally missti allt í einu boll-
ann úr hendinni niður á gólfið.
XII. KAPÍTULI
BEATRICE kallaði á Ancill og
bað hann að tína upp glerbrotin
og þurrka kaffið af gólfinu. Á með-
an hann var að því, sagði Beatrice
ofboð rólega: „Þar fór bolli úr
Mintonstellinu“.
Hún fór upp á loft skömmu síð-
ar. Rétt á §ftir kom Rob.
„Ég varð að koma“, sagði hann.
En þau gátu ekki talað einslega
saman, því lögregluþjónn spíg-
sporaði fyrir framan opnar dyrn-
ar á herberginu.
„Hittirðu Blakie?“ spurði
Marcia.
Hann kinnkaði kolli og leit í
augu hennar. Hann vissi þá allt
um bréfið.
Gally gægðist fram fyrir dyrn-
ar, læddist aftur til þeirra og hvísl-
aði: „Beatrice segist vita hver
morðinginn muni vera“.
„Hvað segirðu maður?“
„Já — hún heldur því fram, en
meira hefur hún ekki upplýst í því
sambandi“.
„Jæja“, sagði Rob hugsandi og
leit til Marciu. „Hvað veit hún,
fyrir utan ... “
Hann þagnaði snögglega, og
Gally sagði, án þess að veita þögn
hans athygli: „Segðu honum það,
Marcia! Ég skal gæta lögreglu-
mannsins á meðan. En ykkur að
segja, þá held ég að Beatrice sé
morðinginn".
Gally gekk til dyra með stirðn-
uðu glettnisbrosi.
„Hvað heldur hún?“ sagði Rob.
„Heldurðu að við getum náð í
bréfið frá henni, Marcia?“
Marcia hristi höfuðið.
„Það er engin leið til þess, Rob.
En líklega hefur hún ekki það eitt
í huga. Hún segist hafa séð hníf-
inn í teborðsskúffunni — sama
teborðinu, þar sem hún fann bréf-
ið og þar sem lögreglan hlýtur að
hafa fundið umslagið síðar“.
„Hefur hún sagt lögregl.... ?“
„Nei, *ég hugsa ekki. Ó, Rob,
hvernig förum við að þessu með
bréfið?“
Hann leit til dyra og tók hana
56
HEIMILISRITIÐ