Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 22
leg föt og mega sofa til hádegis á hverjum degi. Ilún þorði ekki að líta á hann, en starði fast á pressu- járnið, eins og hún vænti sér ein- hverrar hjálpar þaðan. Þetta var ákaflega freistandi. Viktor greyið var laglegur strákur og það var ekki að vita, nema hún væri eitt- hvað skotin í honum. En það var líka skolli viðurhlutamikið að lof- ast einum manni og vera svo bund- in honum alla ævi síðan. Hún fékk ákafan hjartslátt, þegar hún hugs- aði til þess. „Er fallegt þarna, sem þú átt heima?“ spurði hún í vandræðum sínum. „Já, það er fallegt. Það er fjall fyrir ofan húsið; þar hef ég oft gengið einsamall um nætur og horft á sjörnurnar. Ég var svo ein- mana þarna fyrir vestan. Fólk skildi mig ekki. Gaman verður að ganga þar saman, Berít; ég skal segja þér hvað stjörnurnar heita, Ég skal sýna þér endalausan him- ingeiminn', sem er fullur ?if veröld- um, er enginn þekkir. Hugsaðu þér það, að jörðin okkar er bara eins og duftkorn í alheiminum, örlítill hnoðri í Vetrarbrautinni. Það eru óteljandi veraldir til og sumar þeirra eru svo langt burtu, að ljósið frá þeim er þúsund ár á leið- inni til okkar. Og sumar stjörnur, sem við sjáum í dag, eru alls ekki lengur til“. „Ha-a-a!“ sagði hún hálfsmeyk, „Hvernig getum við þá séð þær, ef þær eru ekki lengur til?“ „Það eru undur og stórmerki lifs- ms, Berít. í geimnum eru margir heimar og allir eru þeir fegri en okkar jörð. Ef til vill eigum við eftir að ganga þar saman einhvern- tíma, Berít“. „Ha, — á Vetrarbrautinni?“ spurði hún utan gátta. Hún var að hugsa um hverju hún ætti að svara bónorði hans. „Berít — “. Hann tók diskinn frá henni, og setti hann á gólfið. „Berít“, hvíslaði hann hásum rómi; „elskarðu mig?“ Jæja, þá varð hún nú víst að ákveða sig! Hún horfði ráðþrota á andlit hans; — hann hafði ljóm- andi fallegan munn. „Heyrðu, Viktor“, sagði hún lágt. „Ef þú villt, þá máttu kyssa mig einu sinni“. Hann horfði á hana dálitla stund, án þess að svara. Augu hans voru dimm og gljáandi, og hann var rj4ður í framan. „Það var nú ekki það, sem ég sþúrði um, Berít. Auðvitað kyssi ég þig einhverntíma. — En veiztu hvað það er, að kyssast? Þetta er gamall og barbarískur vani, sóða- legur og heilsuspillandi. Maður fær í sig milljónir af bakteríum við ' hvern koss. — Svaraðu mér nú, Berít: elskarðu mig eða ekki?“ „Hvað segirðu, drengur?“ mælti Berít og lét brúnir síga. „Þú held- 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.