Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 15
ekki að degi til. Það var einungis að nóttu, sem víðisgreinarnar drjúptu og ollu reimleika — að nóttu, þegar ímyndunaraflinu hætti helst til að kenna draugum um hið hrollvekjandi þrusk, og þessi ímyndun varð að sannfær- ingu vegna þess, að ekkert heyrð- ist dularfullt á daginn. Einn hinn færasti af nútíma draugaveiðurum var Edward heit- inn Saint, sem kynnti sér gaum- gæfilega afrék Houdinis og notaði sér aðferðir 'hans í starfi sínu. Einu sinni afhjúpaði hann draugagang í húsi á hálfri mínútu. í húsi þessu var því trúað að gamall kven- draugur gengi með Ijós í 'hendi frá bakhlið hússins að framhliðinni og sýndi það í gluggunum á leiðinni. í hvert sinn er bíll kom að hús- inu, brá draugur sér á kreik, en enginn gat rakið slóð hans lengra. Þegar Saint sá þetta, spurði hann, hvort draugurinn færi nokk- urn tíma frá framhlið til afturhlið- ar. Þegar honum var svarað neit- andi sagðist hann ætla að aka bílnum aftur á bak út úr garðinum. Hið dularfulla ljós sást færast frá einum glugga til annars frá fram- hlið til bakhliðar. Skýringin var sú, að gluggarúðurnar voru úr gamalli gerð af gleri, ofurlítið öldóttu. Þær endurvörpuðu billjósunum á hinn kynlegasta hátt, þannig, að glampinn barst frá glugga til glugga eftir endilangri húshliðinni. Þótt þetta væri einfalt í sjálfu sér, hafði það blekkt fjölda fólks vegna þess, að ljósin í gluggunum líktust ekki endurvarpi og fengu á sig bláleitan blæ í þessu gamla gleri. Auk þess var svo langt bil milli glugganna að aldrei sást ljós nema í einum þeirra í senn, svo að það var að sjá sem ljósið væri borið fyrir einn glugga eftir annan. í hverju húsi eru brakandi gólf-' borð, ískrandi hjarir eða annað, sem kennt er reimleika, einkum ef eitthvað dularfullt er því samfara. í slíku húsi sá ég í fyrsta sinn einn af hinum alræmdu blóðblettum, sem geymast á staðnum er morðið var framið, og kemur jafnan í ljós á ártíð glæpsins. Brak og b-restir heyrðust ævin- lega í húsinu, nokkrum dögum áð- ur en blóðbletturinn kom í Ijós. Og svo, einn góðan veðurdag, tók fólk eftir honum í einu horni herberg- isins þar sem reimleikinn gerði vart við sig. Fjölskylda ein var nógu hugrökk til að rannsaka blóðið og komst að raun um, að það var alls ekki blóð, þótt þau vissu reyndar ekki hvað það var. Ekki var leyndarmálið þó þar með afhjúpað, því engin á- stæða var til að ætla, að blóð drauga væri sömu tegundar og manna. Ég hlýt að viðurkenna, að mér brá dálítið, þegar ég sá það; en ég hafði heyrt getið um slik fyrirbrigði áður og ákvað að HEIMILISRITIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.