Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 7
■elskaði hann; hann hafði lesið til- finningar hennar. Nú ætlaði hann að losna við hana á auðveldan hátt. Þetta átti að vera kænleg ráðlegg- ing til hennar uin að halda sér í skefjuin. Ilafi ,hún gert sér vonir frarn að þessu, dóu þær nú. Jafnvel draum- ar hennar þurrkuðust burt og skildu eftir ömurlegan tómleika, sem hún faldi undir þykkri brynju af stolti. Desembersólin lýsti upp rykagn- irnar sem dönsuðu fyrir framan augu hennar, og hún sagði, án þess að það vottaði fj'rir skjálfta í rödd- inni: „Eg fer að halda, að þér séuð skyggn, Jeliffe. Það vill einmitt svo vel til, að hamingjuóskir eru ■ekki ástæðulausar". Og um leið og hún sagði þessi orð, fann hún, að þau voru hin einu réttu og óhjákvæmilegu. Hún hafði þekkt Larry Bishop í tvö ár. IJann var áreiðanlegur og tryggur, eins og Bill hafði sagt. Hann var einnig góður félagi. Að vísu fór enginn sælustraumur í gegnum hana í hvert sinn er hún hugsaði til hans, en það var ekki nauðsyn- legt og ef til vill ekki heldur ákjós- anlegt. Þegar hún hefði gifzt Larry, yrði henni Ijóst, að allt hitt hafði aðeins verið blekking — fávizku- legar hyllingar. A nóttunni lá hún stundum vak- andi og hugsaði um Bill Jeliffe, þar sem hann velktist um öldur hafs- ins í gúmmíbát. Hún hafði heyrt, að hann hefði hafnað vatns- skammtinum sínum og sagzt hafa vatnsgeymi innan í sér eins og úlf- aldi. Hún hugsaði um hetjudáðir af þessu tagi, og um Bill, hæglát- an og klunnalegan, reyna að taka ■ekki of mikið af skipsrúminu fyrir hina ótrúlega löngu fætur sína ... og hún varð frá sér numin af löng- un til að gera hann hamingjusam- an. En þetta var allt svo fjarstætt og átti sér enga stoð í raunveru- leikanum. Ekki heilbrigður grund- völlur að hjónabandi, jafnvel ekki heilbrigður grundvöllur að draum- um. „Þakka yður innilega fyrir“, sagði hún, þegar hann hafði endur- tekið hamingjuóskir sínar. „Tteynd- ar er það ekki opinbert ennþá. En ég býst við að brúðkaupið verði eftir nokkra mánuði. I>arry vinnur í einni stjórnardeildinni og vonast til að fá vetrarleyfi á næstunni“. „Þér hafið spékoppa, þegar þér brosið“, sagði Bill skyndilega. „Eg býst við að það viti á, að þér farið til Flórída. Þeir, sem vinna í stjórn- ardeildunum, geta allstaðar komið sér fyrir“. „Einmitt það, já“, muldraði Lj'día. Nú hataði hún liann og langaði til að hlaupa í burtu, henni fannst það allt i einu óbærilegt, að hann skildi sitja þarna, án þess svo mikið sem að hreyfa sig. HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.