Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 36
veðrið er svona gott? Þú lítur út
eins og þú værir. ... Hún hætti
skyndilega að hlæja. — Hjartans
litli vinurinn minn — er eitthvað
að? Er þér illt í höfðinu?
— Nei, þrumaði Michael og
hvarf inn í baðherbergið.
Hún heyrði vatnið niða þar inni
líkt og beJjandi foss — það var í
fullkomnu samræmi við hið úfna
skap hans. Miehael var ekki einn
af þeim, er syngja i baðherberginu
á morgnana. Ilann var ekki alltaf
auðveldur viðureignar, hann
Michael hennar, en hún elskaði
hann og vissi hvernig átti að fara
að honum. Hún lét geðillsku hans
og duttlunga ekki.fá á sig. Hún
hló að honum, eða hlustaði á hann
með djúpri alvöru, en með glettn-
islegar brosviprur við munnvikin,
sem lægðu reiði hans.
Þegar þau trúlofuðust, fyrir
])remur árum síðan, höfðu margir
aðvarað hana, jafnvel sumt af
skyldfólki Michaels. Það viður-
kenndi, að Michael væri einkar
glæsilegur maður og prýðilega gáf-
aður, en — nú, jæja, „þrætugjarn“
var miklasta lýsingarorðið sem not-
að varð til að lýsa skapgerð hans.
Joan lá hreyfingarlaus og brosti
ljúfu brosi. Fólk veit allt um alla!
Hún var eina manneskjan, sem
Michael reifst ekki við. Það þarf
tvo til að koma af stað rifrildi, og
hvenær sem Michael gerði sig lík-
legan til að hegða sér bjánalega,
34
hervæddist hún hlátri sínum og
ást, líkt og riddararnir st'eyptu yf-
ir sig hringabrynjum til forna.
Hún spratt fram úr rúminu,
gekk fram á ganginn og hrópaði
glaðlega:
— Bonjour, Yvonne! Vilduð þér
færa okkur morgunverðinn!
Síðan flýtti hún sér inn í barna-
herbergið. Michael litli sat uppi í
vöggunni í miðju geislaflóðinu og
minnti á hvítþveginn engil. Hann
veifaði tréspæninum sínum til
hennar og hjalaði af fögnuði. Joan
tók hann upp, kyssti hann og
þrýsti honum að sér.
Mikið var hún hamingjusöm!
Mikið var líf hennar bjart og
skemmtilegt! Það var leikur einn
að vera húsmóðir, úr því hún hafði
Yvonne og móður hennar, madame
Jubelin, sem afköstuðu jafn miklu
og fjórar venjulegar vinnustúlkur;
Michael litli .var allra barna þæg-
astur, og stóri Michael og hún
sjálf voru ung og höfðu ævinlega
haft heppnina með sér.
Þegar hún heyrði fótatak
Yvonne í stiganum, lét hún barnið
í vögguna og gekk aftur inn í
svefnherbergið.
Michael var nú fullklæddur, en
var enn jafn reiðilegur og þung-
búinn á svip; hann settist þegjandi
við litla borðið út við gluggann og
bvrjaði á einiberjamaukinu sinu.
Joan brosti til hans og hellti
kaffi i bollann hans. Mikið vor-
HEIMILISRITIÐ