Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 17

Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 17
til illra innrættra, yfirnáttúrlcgra vera, sem ekki geta eða kæra sig um að líkamnast eða koma á ann- an 'hátt fram sem sjálfstæðir ein- staklingar. Borðbúnaður er mölbrotinn, hlutum er fleygt til og frá, eldar eru kveiktir; þessu lík fyrirbrigði eru talin til andaslæðings. Þetta átti sér stað, þegar drauga- gangur hófst með miklum ólátum í skóla einum í Norður-Dakota fyrir tveimur árum. Kolamolum var lcastað, eldar kviknuðu af sjálfu sér og dularfull vera með grímu fyrir andliti tók að gægjast inn í skólastofuna. Börnin voru full angistar og kennarinn skelk- aður, unz farið var að rannsaka málið alvarlega. Sum börnin játuðu nóg til þess, að ástæða þótti að yfirheyra nokk- ur þeirra stranglega. Þá kom í Ijós, að þau höfðu sjálf Ieikið „draug- inn“, sem hræddi þau. Þau höfðu kastað kolamolunum, þegar kenn- arinn sá ekki til þeirra, kveikt á eldspýtum og jafnvel útvegað sér flugelda. Grímumaðurinn var ekki annað en uppspuni. í Kaliforníu var andi, sem mjög lét til sín taka í nágrenni vélar- verkstæðis eins, kastaði skrúfum og róm í þá, sem ekki gættu sín. Vinur minn, Edward Saint, að- gætti fyrirbrigðin og sá fremur ó- burðuga, gamla kerlingu á róli þar úti fyrir, og hún virtist ekki síður en aðrir áhyggjufull vegna þessara atburða. Saint horfði ekki á gömlu kon- una. Hann einungis rölti um með krosslagða handleggi, án þess að hirða um skeytin, sem þutu um- hverfis hann. En í annarri hendi fól hann lítinn spegil í lófa sér og beindi honum í þá átt er skeytin komu úr. Hann sá þannig gömlu konuna kasta hinum ýmsu hlut- um, sennilega einungis sér til gamans. Einhver bezta draugasaga, sem ég hef heyrt, er um manninn, sem heyrði sitt eigið fótatak á leið nið- ur stigann, eftir að hann var kom- inn upp á loft, og hann hlustaði á sjálfan sig opna og loka útihurð- inni, þegar hann var kominn upp í herbergi sitt. Þessi maður, ©em ég nefni Jón, heimsótti mig til þess að segja mér, að hann yrði fyrir ásókn drauga. Ég fór til New Jersey og hitti hann úti fyrir íbúð sinni klukkan tólf að nóttu, en þá kom hann heim frá vinnu sinni í hergagnaverk- smiðjunni. Ilúsið var í gamalli sambyggingu, hann lauk upp dyr- unum og bauð mér að koma upp í herbergi sitt og hlusta. ITerbergið var beint andspænis stiganum, sem brakaði í þegar við fórum upp. Hann staðnæmdist til að opna herbergisdyrnar og sagði: „Illustið nú og þér munið heyra mig ganga niður stigann“. HEIMILISRITIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.