Heimilisritið - 01.10.1947, Blaðsíða 62
vitleysu; ég get varla sagt að ég
hafi talað við hana“.
„Það er ekki satt“.
„Fyrir alla muni, farðu nú ekki
að leggja í vana þinn að verða af-
brýðisöm í hvert skifti sem maður
rekst á laglega stúlku“.
„Hún er ekki eins og allar aðrar.
Hún er sérstök. Hún er naðra. Hún
fer með þig í gönur. Ó, Patrick,
hættu við hana. Við skulum fara
burtu héðan“.
Patrick Redfern setti fram hök-
una þrjóskulega.
„Vertu nú ekki með neinn
kjánaskap“, sagði hann. „Vit5 skul-
um ekki rífast út af því lengur“.
„Ég kæri mig ekki um að ríf-
ast“.
„Reyndu þá að haga þér skyn-
samlega. Komdu; við skulum fara
inn aftur“.
Hann stóð upp, og það varð
þögn. Síðan stóð Christine upp og
sagði: „Já, jæja þá“.
Velbirgt veitingahús
Einu sinni var veitingahús í Soho, sem auglýsti, að það gæti afgreitt
hvern þann rétt, sem gestirnir bæðu um. Gestur nokkur, sem vildi reyna á
þolrif matsveinsins, bað um vel brúnaða fílasteik til kvöldverðar.
„Afríkanska eða indverska?“ spurði þjónninn.
Maðurinn kvaðst lieldur vilja steik af indverskum fíl og horfði spenntur
á eftir þjóninum, er hann hvarf inn um eldhúsdyrnar.
Nokkrum mínútum síðar kom þjónninn aftur og sagði í afsökunarrómi:
„Þér mynduð víst ekki fást til að breyta pöntun yðar?“
„Nú, jæja. Þér getið þá þrátt fyrir allt ekki látið mig fá fílasteikr“ svaraði
gesturinn sigri hrósandi.
„Jú, það er ekki það“, sagði þjónninn, „heldur vildum við að þér kys-
uð afríkanska fílasteik í staðinn. Yfirmatsveinninn vill síður byrja á nýjum
fíl svona síðla dags“.
í næsta skúta sat Hercule Poivot
og hristi höfuðið mæðulega.
Einhver annar myndi hafa fært
sig til, og reynt að komast hjá því
að vera vottur að sliku einkasam-
tali. En Hercule Poirot lét það
ekkert á sig fá.
„Þar að auki“, sagði hann seinna
við vin sinn Hastings, „var morð á
seyði“.
Hastings sagði undrándi:
„En morðið hafði ekki verið
framið þá“.
Iíercule Poirot dæsti.
„En — það lá í augum uppi“.
„Iívers vegna reynduð þér þá
ekki að koma í veg fyrir það?“
Hercule Poirot blés þreytulega
og sagði, að ef einhver væri alveg
ákveðinn í að fremja morð, þá væri
ekki hægðarleikur að koma í veg
fyrir það. Hann ásakaði sig ekki.
Að hans áliti var það óhjákvæmi-
legt.
Framhald í nœsta hefti
60
HEIMILISRITIÐ