Heimilisritið - 01.10.1947, Page 17

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 17
til illra innrættra, yfirnáttúrlcgra vera, sem ekki geta eða kæra sig um að líkamnast eða koma á ann- an 'hátt fram sem sjálfstæðir ein- staklingar. Borðbúnaður er mölbrotinn, hlutum er fleygt til og frá, eldar eru kveiktir; þessu lík fyrirbrigði eru talin til andaslæðings. Þetta átti sér stað, þegar drauga- gangur hófst með miklum ólátum í skóla einum í Norður-Dakota fyrir tveimur árum. Kolamolum var lcastað, eldar kviknuðu af sjálfu sér og dularfull vera með grímu fyrir andliti tók að gægjast inn í skólastofuna. Börnin voru full angistar og kennarinn skelk- aður, unz farið var að rannsaka málið alvarlega. Sum börnin játuðu nóg til þess, að ástæða þótti að yfirheyra nokk- ur þeirra stranglega. Þá kom í Ijós, að þau höfðu sjálf Ieikið „draug- inn“, sem hræddi þau. Þau höfðu kastað kolamolunum, þegar kenn- arinn sá ekki til þeirra, kveikt á eldspýtum og jafnvel útvegað sér flugelda. Grímumaðurinn var ekki annað en uppspuni. í Kaliforníu var andi, sem mjög lét til sín taka í nágrenni vélar- verkstæðis eins, kastaði skrúfum og róm í þá, sem ekki gættu sín. Vinur minn, Edward Saint, að- gætti fyrirbrigðin og sá fremur ó- burðuga, gamla kerlingu á róli þar úti fyrir, og hún virtist ekki síður en aðrir áhyggjufull vegna þessara atburða. Saint horfði ekki á gömlu kon- una. Hann einungis rölti um með krosslagða handleggi, án þess að hirða um skeytin, sem þutu um- hverfis hann. En í annarri hendi fól hann lítinn spegil í lófa sér og beindi honum í þá átt er skeytin komu úr. Hann sá þannig gömlu konuna kasta hinum ýmsu hlut- um, sennilega einungis sér til gamans. Einhver bezta draugasaga, sem ég hef heyrt, er um manninn, sem heyrði sitt eigið fótatak á leið nið- ur stigann, eftir að hann var kom- inn upp á loft, og hann hlustaði á sjálfan sig opna og loka útihurð- inni, þegar hann var kominn upp í herbergi sitt. Þessi maður, ©em ég nefni Jón, heimsótti mig til þess að segja mér, að hann yrði fyrir ásókn drauga. Ég fór til New Jersey og hitti hann úti fyrir íbúð sinni klukkan tólf að nóttu, en þá kom hann heim frá vinnu sinni í hergagnaverk- smiðjunni. Ilúsið var í gamalli sambyggingu, hann lauk upp dyr- unum og bauð mér að koma upp í herbergi sitt og hlusta. ITerbergið var beint andspænis stiganum, sem brakaði í þegar við fórum upp. Hann staðnæmdist til að opna herbergisdyrnar og sagði: „Illustið nú og þér munið heyra mig ganga niður stigann“. HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.