Heimilisritið - 01.10.1947, Page 7

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 7
■elskaði hann; hann hafði lesið til- finningar hennar. Nú ætlaði hann að losna við hana á auðveldan hátt. Þetta átti að vera kænleg ráðlegg- ing til hennar uin að halda sér í skefjuin. Ilafi ,hún gert sér vonir frarn að þessu, dóu þær nú. Jafnvel draum- ar hennar þurrkuðust burt og skildu eftir ömurlegan tómleika, sem hún faldi undir þykkri brynju af stolti. Desembersólin lýsti upp rykagn- irnar sem dönsuðu fyrir framan augu hennar, og hún sagði, án þess að það vottaði fj'rir skjálfta í rödd- inni: „Eg fer að halda, að þér séuð skyggn, Jeliffe. Það vill einmitt svo vel til, að hamingjuóskir eru ■ekki ástæðulausar". Og um leið og hún sagði þessi orð, fann hún, að þau voru hin einu réttu og óhjákvæmilegu. Hún hafði þekkt Larry Bishop í tvö ár. IJann var áreiðanlegur og tryggur, eins og Bill hafði sagt. Hann var einnig góður félagi. Að vísu fór enginn sælustraumur í gegnum hana í hvert sinn er hún hugsaði til hans, en það var ekki nauðsyn- legt og ef til vill ekki heldur ákjós- anlegt. Þegar hún hefði gifzt Larry, yrði henni Ijóst, að allt hitt hafði aðeins verið blekking — fávizku- legar hyllingar. A nóttunni lá hún stundum vak- andi og hugsaði um Bill Jeliffe, þar sem hann velktist um öldur hafs- ins í gúmmíbát. Hún hafði heyrt, að hann hefði hafnað vatns- skammtinum sínum og sagzt hafa vatnsgeymi innan í sér eins og úlf- aldi. Hún hugsaði um hetjudáðir af þessu tagi, og um Bill, hæglát- an og klunnalegan, reyna að taka ■ekki of mikið af skipsrúminu fyrir hina ótrúlega löngu fætur sína ... og hún varð frá sér numin af löng- un til að gera hann hamingjusam- an. En þetta var allt svo fjarstætt og átti sér enga stoð í raunveru- leikanum. Ekki heilbrigður grund- völlur að hjónabandi, jafnvel ekki heilbrigður grundvöllur að draum- um. „Þakka yður innilega fyrir“, sagði hún, þegar hann hafði endur- tekið hamingjuóskir sínar. „Tteynd- ar er það ekki opinbert ennþá. En ég býst við að brúðkaupið verði eftir nokkra mánuði. I>arry vinnur í einni stjórnardeildinni og vonast til að fá vetrarleyfi á næstunni“. „Þér hafið spékoppa, þegar þér brosið“, sagði Bill skyndilega. „Eg býst við að það viti á, að þér farið til Flórída. Þeir, sem vinna í stjórn- ardeildunum, geta allstaðar komið sér fyrir“. „Einmitt það, já“, muldraði Lj'día. Nú hataði hún liann og langaði til að hlaupa í burtu, henni fannst það allt i einu óbærilegt, að hann skildi sitja þarna, án þess svo mikið sem að hreyfa sig. HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.