Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 24
huldu að miklu leyti hin dökkbláu
og skæru augu hans.
Dag nokkurn fór Nikulás inn í
gullsmíðabúð og keypti þar trúlof-
unarhringa. Og þau trúlofuðust.
Seinna voru þau gefin saman, og
fóru í brúðkaupsför til Cornwall.
Gæfan brosti við þeim. Þau lágu í
sólbaði, og hörund þeirra varð
dökkbrúnt af brennheitum ylgeisl-
um sumarsólarinnar.
En jafnframt því, sem Nikulás
hresstist dag frá degi, þá fór hann
nú nð hafa mjög sterkar gætur á
flugvélunum, sem hann sá fljúga
yfir. ITann einblíndi á eftir þeim,
þar til þær hurfu með öllu út yfir
sjóndeildarhringinn. Pamelu fannst
alveg nóg um þetta.
— Ég lét þetta auðvitað af-
skiptaláust, sagði Pamela. Þarna
dvöldum við í tvo mánuði. Þá var
hann sendur norður á bóginn til
þess að taka þátt í flugæfingum,
en ég sncri aftur til sjúkrahússins.
Samt hittumst við aftur og fengum
leyfi til að fara til Cornwall. — En
fáeinum dögum síðar var hann
skotinn niður yfir Ermarsundi, og
lík hans 'hefur aldrei fundist ...
— Elsku Pamela, sagði Char-
lotta hikandi. Mikið hlýtur þetta
að vera ákaflega þungbært fyrir
þíg-
— Þungbært, endurtók Pamela,
og hækkaði röddina ósjálfrátt. Þið
þurfið sannarlega ekki að vor-
kenna mér — alls ekki! Skiljið þið
ekki — að ég hef átt alveg dásam-
lega daga, að ég hef verið ham-
ingjusöm.
Hún tók eftir því að þær ein-
blíndu á hana undrunarfullar.
— Það var auðvitað átakanlegt,
þegar ég frétti lát Nikulásar, en
smám saman náði ég mér aftur, og
þá fór ég að sjá það, að mér hafði
hlotnast betra hlutskipti en flest-
ar aðrar konur hafa af að segja:
Fullkomna ást, fullkomna ham-
ingju. Ég hafði verið hamingju-
söm með Nikulási, og ég hafði
gert hann hamingjusaman. Hjá
okkur ríkti svo fullkomin ham-
ingja, að enginn vottur af skugga
komst þar nærri. Nei, þið þurfið
sannarlega ekki að vorkenna mér.
Skiljið þið það ekki, að það var
fyrst og fremst ástin, sem mig hafði
svo löngum dreymt um. Og nú hef
ég fengið óskir mínar uppfylltar.
Charlotta var orðin föl. Hún
kinkaði kolli og rétti út hendurn-
ar. Nú sáu þær báðar, Sonia og
hún, hinn djúpa frið og hreinleika,
sem eftir erfiða reynslu brá birtu
yfir augu ungu, dökkhærðu kon-
unnar.
Og það voru ennþá seldar
páskaliljur í Piccadilly, páskalilj-
ur, sem vaxið höfðu upp úr dökkri
mold, en blómstruðu nú á ný með
vorinu.
E N D I E
22
HEIMILISRITIÐ