Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 26

Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 26
notaði, að þeirra tíma sið, blóð- tökur, sogskálar, blóðsugur, bakstra og stólpíur. Lélegustu nýgræðingar í lækna- skólum nú á dögum vita vafalaust miklu meira, en honum gat hug- kvæmst að nokkru sinni yrði vit- að, en þó stundaði hann lækning- ar sínar af alúð og samvizkusemi og heppnaðist vel. Ungur-var ég, þegar hann lét mig skilja á sér, að mér væri ætlað að taka við starfi hans. Þekking á læknisdómum seytlaði óafvitanlega inn í huga minn. Ástin vaknar ÉG HAFÐI verið sendur í lyfja- búð Filipeks apótekara eftir ein- hverju. Ég var ekkert að flj'ta mér. Eins og stráka er siður slóð ég með hendur í vösum og var að horfa á sýningarglugga, þegar ég leit upp og sá unga stúlku fara yfir torgið. Hingað til hafði líf mitt verið ofboð hversdagslegt, ég var undir hinum stranga aga skólans og heill- aður af fiðlunni minni og saklaus- um skemmtunum. Allt breyttist þetta í einu vetfangi. Það voru örlög mín, sem komu yfir torgið. Stúlkan bar höfuðið t’igulega eins og svanur. Hún hafði litla fætur og granna ökla. Rauðjarpa hárið hennar virtist kasta skugga á sjálfa sólina. Iíún gekk fram hjá, án þess að henni yrði kunnugt 24 um, hversu örJagarík þessi stund hafði verið. Eftir þetta fór ég á hverjum degi til torgsins, þegar ég átti von á að hún kæmi. Ég sá hana á hverjum degi. En aldrei gaf hún til kynna að hún sæi mig. Ég fann, að ég gat ekki lifað án þessarar stúlku, og þó vissi ég ekki einu sinni hvað lnin hét. Mér leið illa, en samt væri ekki rétt að segja, að ég hafi borið harm í hljóði. Vinur minn Zsigy var til heimilis hjá okkur. Hann átti heima í sveitaþorpi skammt í ■burtu og foreldrar hans höfðu sent hann á skóla í borginni. Zsigy og ég sváfum saman í herbergi uppi á lofti. Og svo var það einn góðan veðurdag, að hann fleygði frá sér skólabókunum og spurði mig, án allra vafninga, hver skollinn gengi að mér. Ég sagði honum upp alla sög- una. „Hvað á ég að gera?“ kvein- aði ég. „Komdu“, sagði Zsigy og setti á sig lnifuna. „Við skulum fara út á torg og sjá til“. Við tókum okkur stöðu við vín- búðina á horninu, þar sem ég hafði séð þessa sýn í fyrsta skipti. Ein- mitt þegar klukkan á torginu sló þjú, greip ég í ermi hans. „Sko. Þarna er hún. Sérðu • hana?“ „Víst sé ég hana“, sagði hann. Og hann bætti við orðum, sem HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.