Heimilisritið - 01.10.1947, Side 40
augum. Nei, Joan, ég held ég komi
ekki aftur!
Joan hnipraði sig saman í stóln-
um, en hún hafði ekki af honum
augun. Hélt hún kannski, að hún
gæti seitt hann til sín aftur með
augunum?
— Og allt, sem við höfum upp-
lifað saman, hefur það ekki held-
ur neina þýðingu fyrir þig, Micha-
el?
Hún sá, að þetta fékk á hann.
— Eg skal skrifa þér, sagði
hann og reyndi að harka af sér. Nú
verð ég að fara . .. ég get hæglega
farið fótgangandi á járnbrautar-
stöðina. Vertu sæl, Joan!
Joan brast í grát eins og lítil
telpa!
— Nei, taktu bifreiðina — ég
get sent eftir henni ... En, ó,
Michael, Michael!
Hún vafði örmunum um háls
hans og reyndi að þrýsta honum
að sér, eins og hún myndi aldrei
sleppa honum aftur; en hann gerði
sig stjarfan, og hún lét fallast aftur
niður í stólinn.
— Madame, madame! Yvonne
stóð í dyrunum og vissi auðsjáan-
lega ekki hvort hún ætti að fara
cða vera. — Fyrirgefið þér, mad-
ame ...
Joan leit upp með tárvott and-
lit.
— Já, hvað viljið þér?
— Mig langaði að spyrja ...
hvort von sé á gestum til kvöld-
verðar?
— Já, auðvitað, svaraði Joan
hljómlaust, og gekk að snyrtiborð-
inu til að púðra á sér nefið. En þér
eigið aðeins að Ieggja á borð fyrir
þrjá ... monsieur er farinn.
Þegar þau Peggy og Arthur
komu, sat Joan í dagstofunni og
blaðaði í bók; hún var róleg og
virtist hafa fullt vald á tilfinning-
um síuum.
— Hvar er Michael? spurði
Arthur.
— Hann fór með leiðangri
Dotys til Brasilíu, svaraði hún. Já,
hann afi'éð það ekki fyrr en á sein-
ustu stundu. Hann vinnur ekki
lengur hjá Carter & Peabody.
— Hvað verður hann lengi í
burtu? spurði Arthur.
— Það veit hann ekki sjálfur,
svaraði hún. Ef til vill kemur hann
aldr.ei aftur, það sagði liann að
minnsta kosti.
— Joan ... hefur nokkuð kom-
ið fyrir? Hafið þið Michael átt í
illdeilum?
— Nei, við höfum ekki verið að
rífast, svaraði Joan og horfði ró-
lega á þau. hlichael hefur bara
komizt að þeirri niðurstöðu, að
hann sé orðinn þreyttur á hjóna-
bandinu.
Peggy einblíndi á hana. — En
Joan ...
— Það er ósköp einfalt, finnst
þér ekki, muldraði Joan. — Hvern-
38
HEIMILISRITIÐ