Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 47

Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 47
Sýnishornið Skopsaga frá Rússlandi EFTIR VALENTIN KATAJEF „í ÞESSUM SKÁP“, sagði safn- vörðurinn, sem leiðbeindi gestun- um, „geymum við mjög sjaldséð sýnisliorn, einstakt í sinni röð í öllum Ráðstjórnarríkjunum, mann, sem lifði byltinguna 1905“. „Er það vaxmynd, eða -er hann troðinn út?“ spurði einn gestanna og þótti mikið til um. „Nei, félagi“, sagði vörðurinn upp með sér, „það er ekki vax- mynd, og hann er ekki heldur troð- inn út; það er raunverulegur mað- ur, sem hvorki mölur né tímans tönn hafa unnið á, einstætt sýnis- horn frá 1905“. „Hvernig þá?“ spurðu gestirnir einum rómi. „Hlustið nú á: Þetta er eina sýn- ishornið í veröldinni af dásvefni. Furðuverk í anda Wells, maður, sem féll í yfirlið, er hefur staðið yfir í tuttugu ár, og hann hefur aldrei raknað úr því til þessa“. „Hvernig má slíkt ske?“ „Maður skyldi halda, að það væri óhugsandi, en þannig er mál með v-exti: Þessi maður frá 1905 var tekinn í misgripum ásamt nokkrum kröfugöngumönnum og farið með hann á lögreglustöðina. „Hver ert þú?“ spurði lögreglu- stjórinn hann. „Náðugi herra, eg er embættismaður í tólfta flokki, annað ekki“. „Þú lýgur því! Það er auðséð á augunum í þér, að þú ert með einhverja frelsisdinti! Þú þegir? í hvaða flokki ertu?“ Hann barði hnefanum í borðið. Og þar með steinleið yfir manninn okkar frá 1905, og því næst breyttist yf- irliðið í dásvefn. Á sínum tíma var meira að segja skrifað um þetta í erlend blöð. Beztu læknar fengu ekki að gert. Og mikils metinn há- skólakennari lýsti blátt áfram yfir þessu: „Nú eru engin líkindi til að þessi maður vakni af dásvefninum, fyrr en eftir tuttugu ár“' Þannig liggur í þessu félagi!“ „Og er hann í rauninni ó- skemmdur? Það er mjög gaman og lærdómsríkt að heyra sagt frá þessu!“ „Nú skuluð þið fá að sjá hann undir eins. Þetta er sannarlega HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.