Heimilisritið - 01.10.1947, Síða 48
skemmtilegt sýnishorn, því niegið
þið trúa! Allt er eins og það var:
regnhlí'f, skóhlífar, silfurúr. ...
Þietta er óvenjulega glæsilegt sýn-
ishorn! En nú getið þið sjálf sann-
færzt um þetta“.
Um leið og hann sagði þetta lauk
vörðurinn upp skápnum — en
hrökk á sömu stundu óttasleginn
aftur á bak.
Skápurinn var tómur.
Hann er horfinn.
,,Hann er horfinn!“ æpti vörður-
inn harrni lostinn.
„Honujn hefur sjálfsagt verið
stolið“, sagði einn gestanna. „Það
var Ieitt“.
„N.ei, honum hefur fráleitt verið
stolið! Krossunum stela menn að
vísu af gröfunum. Það kemur fyr-
ir. En menn hafa ekki ennþá mis-
séð sig á líkunum“.
„En hvað þá? Hann get.ur ekki
liafa farið af sjálfsdáðum?“
„Bíðum við, félagar! Það eru lið-
in nákvæmlega tuttugu ár, ef til
vill hefur hann vaknað. . ..“
„Það kann að vera“.
„Ef svo er“, sagði vörðurinn og
var á honum fát, „verðum við að
hefja leit að honum umsvifalaust.
Annars getur hann orðið fyrir því
slysi, að lenda undir bíl. Eg ber á-
byrgð á honum. Það er undarlegt,
að dyravörðurinn skuli ekki hafa
orðið var við neitt. Afsakið, félag-
ar, ég verða að flýta mér að leita
að honum“.
ÞEGAR maðurinn frá 1905
vaknaði af dásvefninum, varð það
hans fyrsta verk að teygja úr fót-
unuin. Því næst gekk hann úr
skugga um, að skóhlífarnar hefðu
ekki verið teknar, þreifaði eftir
regnhlífinni sinni, ræskti sig, fetaði
sig varlega út úr skápnum og slapp
út á götu, án þess að til hans sæist.
„Ég verð að komast heim, eins
fljótt og auðið er!“ stamaði hann.
,,'Guð má vita hvað konan mín
hugsar! Og hvað ætli forstjórmn
segi! Að gista á lögreglustöðinni —
hvílík hneisa! Hæ, ekill, aktu mér
til Tretja Mesjanskaja!“
„Það kostar tvær rúblur“.
„Hvað er að þér? Þú hlýtur að
vera orðinn vitlaus! Tuttugu og
fimrn kópeka“.
„Þú getur sjálfur verið vitlaus.
Og svona stórkarl vill fá vagn!“
„Skepnan þin! Þú ert ókurteis í
þokkabót! Langar þig á lögreglu-
stöðina?“
„Hótarðu mér lögreglunni, mér
er spurn?"
„Þorparinn þinn! Hvers konar
orðbragð er þetta við embættis-
mann? Þú leyfir þér að vera ósvíf-
inn! Bíddu stundarkorn, karlinn
minn, ég skal skrifa hjá mér núm-
erið á þér. Lög-regl-a!!!“
„Ó, drottinn minn dýri!“ hróp-
aði ekillinn með mikilli lotningu.
„Hvernig geta menn orðið svona,
svona timbraðir? Ég er alveg stein-
hissa. Það getur ekki þurft minna
46
HEIMILISRITIÐ