Heimilisritið - 01.10.1947, Page 53

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 53
Spennandi framhaldssaga, sem byrjaði í síðasta hefti Morðið í klettavíkinni . eftir Agatha Christie Nýir lesendur geta byrjað hér: A Smyglaraeynni, sem tengist við Suð- ur-England með örfirisgrauda. var fyrir fá- einum árum stofnað rólegt og ríkmannlegt sumarhótel. Gestir þeir, sem dvelja þar þetta sumar og komið hafa við sögu, eru þessir: Ilcrcule Poirot er nafnkunnur, belgiskur einkaspæjari. Arlena (Stewart.) og Kenneth Marshall, ásamt Lindu, dóttur Kenneths af fyrra hjónabandi. Arlena var áður Ieikkona og á vafasama fortíð; er fögur og mikið pilta- gull. Kenneth er hlédrægur og myndarlegur kaupsýslumaður. Linda er fremur ólánlegur unglingur og ber haturshug til Arlenu. Rosamund Damley er fræg tízkusama- kona, skynsöm og viðfelldin; æskuvinkona Kenneths. Patrick og Christinc Redjem. Ung hjón. Hann virðist vera hrifinn af Arlenu, og hin sakleysislega kona hans hefur veitt því at- hygli. Barry majór er uppgjafa herforingi og ekki ónæmur fyrir fögrum konum. Odell Gardcner og frú. Amerísk, mið- aldra hjón, fremur viðfelldin. Hún er mál- ug mjög, en hann fámáll og auðsveipur. Vngfrú Brewster er nokkuð hryssingsleg piparmey. Scra Stephan Lane er taugaóstyrkur prestur. ANNAR IvAPÍTULI I. HERCULE Poirot dró enga dul á ánægju sína, þegar Rosamund Darnley kom og settist hjá hon- um. Eins og hann seinna kannað- ist við, dáðist hann að Rosamund Darnley meira en nokkrum öðrum kvenmanni, sem hann hafði kynnst. Ilann dáðist að tiguleik hennar, hinum fagra líkamsvexti, svarta, fallega, liðaða hárinu og háðslega brosinu. Ilún var í dökkbláum kjói með hvítu ívafi. Iíann var ósköp ein- faldur og fór vel. Rosamund Darn- ley var ein af helztu kven-klæð- skerum í Lodon. Fyrirtæki hennar hét Rose Mund Ltd. Hún sagði: „Eg held ég kæri mig ekki um að vera hér lengur. Eg veit eigin- lega ekki, hvers vegna ég va.r að fara hingað“. „Þér hafið verið hér áður, er það ekki?“ HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.