Heimilisritið - 01.10.1947, Page 57

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 57
þau giftu sig, að fengnum skilnaði. En það varð ekkert úr því. Hann vildi hana ekki. Mig niinnir að hún færi í mál við hann, vegna heitrofs. Það var mikið veður gert út af þessu, svo mikið var víst. Þá gerist það, að Ken rýkur í að giftast henni. Asninn sá arna“. Hercule Poirot tautaði: „Nú — það er hægt að afsaka svoleiðis mistök; hún er falleg“. „Já, það er ábyggilegt. Svo var annað. Sir Roger Erskine gamli arfleiddi hana að hverjum eyri. Það hefði átt að opna augun á Ken“. „En hvernig fór það?“ „Eins og ég sagði; ég hef ekki séð hann árum saman. Það er sagt að hann hafi tekið því með þögn og þolinmæði. Ég veit ekki hvers vegna. Það er eins og hún hafi blindað hann“. „Hann gæti samt haft vissar á- stæður“. „Já, stolt! Láta á engu bera. Annars veit ég ekki hvaða tilfinn- ingar hann hefur gagnvart henni. Það veit enginn“. „En hún? Hvernig lítur hún á hann?“ „Hún! — Hún er aurasál; og ó- argadýr. Ef hún kemst í færi við nokkra karlmannsmynd, hremmir hún hana. Hún er svoleiðis“. Poirot hneigði höfuðið og sam- þykkti þetta fullkomlega. „Já, það er satt“, sagði haiin. „Hún hefur augun opin fyrir karl- mönnunum“. Rosamund sagði: „Nú er hún komin í tæri við Patrick Redfern. Það er laglegur maður, og rétt blátt áfram — þér vitið — góður eiginmaður, og út- sláttarlaus. Tilvalinn fyrir Ar- lenu. Mér lízt vel á frú Redfern, hún er geðþekk á sinn hátt; en ég held, að hún ráði ekki við klærn-' ar á þessari sbepnu, Arlenu“. „Þér hafið rétt fyrir yður í því“, sagði Poirot. Það var eins og liann væri viðutan. Rosamund sagði: „Christine Redfern var kennslu- kona, ef ég man rétt. Hún er ein af þeim, sem halda að andinn ráði yfir holdinu. Þetta verður þungt á- fall fyrir hana“. . Poirot hristi höfuðið mæðulega. Rosamund stóð upp, og sagði: „Það er sorglegt — það væri ekki úr vegi að grípa til einhverra ráð- stafana“. II. LINDA Marshall stóð fyrir framan spegil í svefnherbergi sínu, og athugaði vandlega andlit sitt. Hún var ekki ánægð með það. Henni fannst það ekki vera annað en bólur og freknur. Hún var ekk- ert upp með sér yfir mjúka, brúna hárinu, grágrænu augunum og löngu hökunni. Munnurinn og tennurnar voru kannske ekki sem HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.