Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 58

Heimilisritið - 01.10.1947, Qupperneq 58
verst. Var nú að koma graftarbóla hjá nefinu? Niei, guði sé lof, það var ekki neitt að ráði. Hún sagði við sjálfa sig: „Það er hræðilegt að vera sextán ára — blátt áfram hræðilegt“. Maður er eins og villuráfandi á þeim aldri. Linda var kenjótt eins og foli, og afundin eins og brodd- göltur. Hún vissi, að framkoma sín var öll hin klaufalegasta. Það var sök sér í skólanum. En nú var hún laus úr honum. Það var eins og' enginn vissi hvað ætti að gera við hana. Faðir hennar ympraði á því að senda hana til París næsta vet- ur. Linda var ekki sólgin í það, en hún vildi þó helzt fara að heiman. Hún hafði ekki fyrr gert sér fylli- lega grein fyrir því, hvílíka and- styggð hún hafði á Arlenu. Svipur hennar varð beizkjulegur og aug- un hörðnuðu. „Arlena“, sagði hún við sjálfa sig. „Hún er kvikindi — kvikindi“. Stjúpmæður, allir vissu hvernig þær voru, eða eftir því sem sagt var. Ekki var þar með sagt, að Arlena væri vond við hana. Hún veitti henni varla eftirtekt, en þeg- ar svo bar undir var hún háðsleg, bæði í orðum og tilliti. Linda fann lí'ka, að hinar fögru hreyfingar og fullkomna jafnvægi Arlenu stungu mjög í stúf við framkomu hennar sjálfrar. Hún fann það bezt í ná- vist Arlenu, hvað hún var óþrosk- uð og gelgjuleg. En það var ekki einungis það. Arlena mótaði heim- ilislífið á einhvern hátt, sem Linda gat þó ekki gert sér glögga grein fyrir. En það var ekki hægt að hundsa það. Hún hafði líka ein- hver sérstök áhrif á fólk. Faðir hennar var svo breyttur. Hann, sem hafði sótt hana í skólann og leikið við hana, þegar hún var lít- il. En heima hjá Arlenu var eins og hann væri falinn inn í kuðungi. Linda braut heilann. „Og þannig verður það — dag eftir dag — mánuði eftir mánuð. Eg þoli það ekki lengur“. . Iíún sá framtíðina fyrir sér — langa skuggalega daga, í því eitr- aða andrúmslofti sem umlukti Arlenu. Eins og æskunni er títt, ruglaði hún timabilinu. Henni fannst eitt ár eins og eilífð. Hún fann hatrið á Arlenu svella í brjósti sér. „Ég gæti drepið hana! Ó — hvað ég óska innilega, að hún væri dauð“. Hún leit út um gluggann, út yfir ströndina og sjóinn. Þetta var þó sannarlega skemmtilegur staður, eða gæti ver- ið það. Ströndin og þessir fallegu vogar, gangstígar og sitt hvað. Það var margt, sem hægt var að una við. Hér voru líka hellar, Cowans drengirnir höfðu sagt henni það. „Ef Arlena vildi bara fara í burtu“ hugsaði Linda, þá gæti ég skemmt mér“. 56 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.