Heimilisritið - 01.06.1950, Side 10

Heimilisritið - 01.06.1950, Side 10
líin leiðin til þess að gera sér ljóst kynferðisvandamál ógiftra kvenna er sú, að' taka dæmi úr skýrslum sérfræðinga, lækna og sálfræðinga. Af þeim þúsundum, sem fyrir liggja, verða hér nefnd fimm dæmi um ógiftar konur, konur, sem ekki þekkja hverja aðra, en búa þó örskammt hver frá annarri í miljónaborg. Kluklc- an 2,30 um nótt, einmanalega vetrarnótt, sitja þær allar uppi og leggja fyrir sig ákallandi spurningar. Jafnhliða þeim vandamálum, sem hér um ræðir, eiga þær all- ar ýmislegt annað sameiginlegt: nokkuð gamaldags uppeldi, meiri menntun heldur en gerist og gengur, fagurt útlit og vöxt og hreinlega vinnu. Við getum nefnt þær Ann, Peg, Ellen, Doris og Barbara. Sjötta konan, Catherine, svaf værum svefni. Engin vandamál varðandi kynferðislífið' ásóttu hana, því hún hafði látið skyn- semina vísa sér veginn gegnum hið vandrataða völundarhús, unz hún kornst að raun um, hvernig hún gæti lifað lífinu án þess að finnast hún missa ein- hvers; og nú hélt hún áfram á þeirri braut, óhikað. En Cat- herine liefði sjálfsagt hlegið að þeirri hugmynd, að hún gæti leyst slíkt vandamál fyrir nokk- urn annan. Og í rauninni er ekki hægt að' leggja öðrum stúlkum það ráð, að fara sömu leið' og hún, nema aðstæður þeirra séu athugaðar, hverrar um sig. 1. dœmi: Ann. Maðurinn. sem hún hafði valið sér, var farinn frá henni fyrir nokkrum mánuð- um. Ennþá minntist hún þess dags, er hann sagði henni með hikandi og sárbitrum orðum, að' konan sín væri að koma heim aftur af liressingarhælinu, sem hún hefði verið á í tvö ár. Og börnin þeirra voru líka að koma heim, þaðan sem þau höfðu ver- ið, frá afa og ömnm. Vissulega gat Ann skilið, að héðan í frá átti hann heima hjá fjölskyldu sinni. Og hann var viss um, að hún, sem hefði gefið honum svo mikla hamingju, myndi nú að' lokum gefa sér hina síðustu gjöf — skilning. Og það hafði hún gert, grát- andi, rétt eins og ástfangnar kon- ur jafnan gera. A þennan hátt átti viðskilnaður þeirra að vera: engin illyrði, engar skammir. Að- eins hafði eitthvað farið öðru- vísi en það átti að fara. Þetta var þó því miðúr ekki endirinn. Hún hafði byrjað eitthvað, sem hún gat ekki endað. Ann var 32 ára og í íullum blóma. Og nú, klukkan 2,30 um nótt, viðurkenndi hún það fyrir sjálfri sér, sem hún myndi aldrei viðurkenna um hábjartan dag- 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.