Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 14
fimm af þeiin 5.750.000 ógiftu
konum, sem búa í Bandaríkjun-
um og eru milli 20 og 64 ára.
Af þeim eru 4.600.000 undir 44
árum. Astæðurnar fyrir því, að
þær eru ógiftar, eru geysimarg-
ar, og að svo komnu máli ekki
nauðsynlegt að telja þær upp.
I3að sem hér skiptir mál er það,
að þær eru ógiftar, og að' kvn-
ferðismálin eru — að öllum lík-
indum — geysimikil vandamál
fyrir þær.
Að vísu ekki allar. Til eru kon-
ur, sem er borgið sökum óhagg-
anlegra trúarskoðana þeirra, er
hafa áhrif á siðferðið. Til eru
einnig konur eins og Catlierine,
sem eru ánægðar í starfi sínu
eða hafa komizt upp á það lag
að aðla hvatir sínar með' félags-
legu starfi. Með því móti hafa
þær veitt sér á fjölmörgum öðr-
um sviðum þau hrifnæmu ævin-
týri, gleði og ánægju, sem hið
stóra atriði hefði e. t. v. veitt
þeim, er þær liafa farið á mis
við.
Svo eru enn aðrar ógiftar kon-
ur, sem dvelja mestan part inn-
an fjölskylduhringsins eð'a í öðru
samsvarandi þröngu umhverfi,
þar sem kynlíf er mjög takmark-
að og jafnvel óhugsandi, og þær
konur eru mjög oft óvitandi um
þá nauðsyn á kynlífi, sem þær
ella myndu finna til. Sumar hafa
beinlínis valið sér það hlutskipti
að verða ekki á vegum karl-
manna. Fyrir þær er vandamál-
ið meira heimspekilegt en raun-
verulegt. En að þessu frádregnu
er enn eftir sá stóri hópur
lcvenna, sem lifa „óleyfilegu“
kynlífi með fjölda maka og hafa
ótakmörkuð tækifæri.
Það er ýmsum óljóst, sem ól-
ust upp á árunum fyrir fyrri
heimsstvrjöldina, hvernig ógift-
ar konur geti átt við að stríða
„kynferð'ileg vandamál“ yfir-
leitt. I tilfellunum með Ann og
Peg konni hvorki peningar né at-
vinnuleysi til greina sem orsakir.
En hvers vegna á sér þá annað
eins stað?
Við skulum revna að gera okk-
ur dálitla grein fyrir, hvernig á-
standið var í Bandaríkjunum
fyrir fyrri heimsstyi’jöldina.
Flestir íbúanna lifðu fremur á-
hyggjulitlu lífi. „Góð“ stúlka
var hrein mey allt til lijóna-
bandsins, og ekki um annað' að
ræða en hún væri manni sínum
trú til dauðans. Ef ekki, þá var
hún „vond“ kona, og vondar
konur voru gerðar útlægar í
þjóðfélaginu, — það' er að segja,
ef upp um þær komst. Og eins
og þjóðfélagið var 1914, var
miklu auðveldara að komast eft-
ir öllu slíku heldur en nú á dög-
um.
Viðurkenningin ein á því, að
til séu kynferðileg vandamál,
12
HEIMILISRITIÐ