Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 17
uðu i'rjálsar ástir til handa kon-
unni utan hjónabands, gleyindu
oft því sem var aðalatriðið —
að konur einar skilja til hlítar
tilfinningalíf kvenna.
Hið sérkennilegasta við kven-
eðlið verður ekki séð í fljótu
bragði undir smásjá. Líkamleg
vellíðan og ánægja konunnar er
nátengd þörfinni fyrir því að sjá
um heimili og helga sig þeim
manni sem hún elskar. Með öðr-
um orðum, það er andstætt
kvenlegu eðli að hugsa sér full-
nægingu kynhvatar gegnum ó-
stöðuga bráðabirgðalausn "—
þótt gáfuðum konum takist
stundum að fallast á slíkt sem
fræðikennignu.
Tökum til dæmis Ruth og Ge-
org, sem „fyrir einhverja tilvilj-
un“ tóku að lifa saman eftir að
hafa verið góðir vinir, en ekki
meira, um rúman mánaðartíma.
Ruth var 34 ára og hafði ágæta
atvinnu við verzlun, enda þótt
hún liugsaði sér ekki að gera
verzlun að ævistarfi sínu, heldur
ganga að eiga „hinn rétta
mann“, þegar þar að kæmi. Hún
var enganveginn ástfangin af
Georg, þegar þau tóku að lifa
saman; en eftir því sem náinn
kunningsskapur þeirra varð
langvinnari, tók hún að ímynda
sér, að hann væri ýmsum þeim
eiginleikum gæddur, sem hann
ekki var. Einn góðan veðurdag
langaði liana til að giftast hon-
um.
En hvað er að segja af Georg?
Framkoma hans breyttist á eng-
an hátt þá sex mánuði, sem vin-
átta þeirra hélzt. Hann elskaði
hana ekki meira að þeim tíma
liðnum heldur en hann hafði
gert þegar þau hittust fyrst.
hann var fráskilinn og langaði
ekki í hjónaband aftur að svo
stöddu, auk þess sem hann hafði
ekki fj árhagslegar aðstæður til
þess. Hann þurfti að gefa með
tveim börnum.
En Ruth hafði breytzt. Hún
var farin að bíða þess eins, þeg-
ar hún kom heim frá vinnu, að
Georg heimsækti sig, — stund-
um kom hann snennna, stundum
seint, og stundum alls ekki. Það
reyndi á taugar hennar að bíða
í óvissu. Spenningurinn jókst.
Hún var farin að verða stygg-
lynd.
Þegar hún sýndi Georg fram
á, hvað hún vildi, bjó hann sig
undir að segja kunningsskapn-
um slitið. Það tók hann ekki
langan tíma. „Ég gæti ekki þol-
að konu, sem gengi á eftir mér!“
sagði hann, tók hatt sinn og var
farinn.
Ruth var langan tíma að
jafna sig eftir þetta. Hún ákvað,
að næsta skipti skyldi hún hugsa
sig betur um. Þrem árum síðar
kynntist hún öðrum manni, svip-
HEIMILISRITIÐ
15