Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 21

Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 21
Preslurinn og stígvél hans Úrvalssaga ejtir George Bellairs Allir, sem þekktu séra Jósep Dagnet, prest í Issy-en-Vilaine, voru á einu máli um það, að hann væri heilagur maður. Þetta var svo augljóst, að' jafnvel ná- grannaprestur hans, sem var þó orðinn önugur og beiskur í lund af að gæta sérstaks matarhæfis vegna sykursýki og af að gæta sinna guðlausu sóknarbarna, við- urkenndi þetta og sagði, að séra Dagnet mundi sjá guð, því að hann væri hjartahreinn. Séra Dagnet átti enga fjár- mun'i, því að hann gaf allt, sem honum áskotnaðist hinum þurf- andi og þurftarfreku í hjörð sinni. Þetta athæfi var nú hreint ekki að skapi Ursúlu, ráðskonu hans, en hún var húsbóndaholl- ustan sjálf og sagði aðeins við sjálfa sig, að fífl og peningar yrðu jafnan fljótlega viðskila, en við aðra sagði hún, að presturinn réði því líklega sjálfur, hvað hann gerði við eigur sínar. Presturinn var alltaf sóma- samlega til fara. Ursúla sá um það. Á hverjum föstudegi, þegar hann borgaði henni vikukaupið, herjaði hún út tuttugu franka í ofanálag og faldi þá á stað, sem hún ein vissi um. Með þessum sjóði hélt hún við hempum og nærfatnaði prestsins, annars mundi hann hafa stigið í stólinn í gauðslitnum görmum. Einn daginn sást presturinn á gangi um sóknina á sandölum. Þetta vakti mikið umtal og jók enn á hróður hans. „Ilann hefur gefið stígvélin sín einhverjum fátækum“, sagði ekkja, sem hafði lifað árum sam- an á gjafmildi hans, og saga þorpsins varð enn einu góð'verk- inu ríkari. En málið var nú ekki alveg svona einfalt. Djöfullinn freistar einfaldra sálna með einföldum meðulum, og litlu munaði, að honum tækist þarna að afvega- leiða góða sál og steypa henni í glötun með tilstyrk Péturs nokkurs Alzani frá Provence. heimilisritið 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.