Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 25
vel og vandlega notkunarregl-
urnar á flöskumiðanum og tók
til starfa. Eftir liálftíma var
blessaður presturinn búinn, og
þá þvoði hann sér rækilega um
hendurnar og í framan til þess
að ná af sér svertunni, las í
brevíaríum og fór með bænirnar
sínar og smeygði sér síðan í rúm-
ið'. Tunglið gægðist inn um
gluggann á litla luisinu, sem
stóð t’il hliðar við kirkjuna. Þar,
beint fyrir framan arininn, gat
að líta stór stígvél, sem gljáðu
eins og ný-fægður tinkoppur.
Presturinn fór á fætur kjukk-
an fimm, því að Issy er stór
sókn, og þar er í mörg horn að
líta. Hann las bænirnar sínar
enn á ný, þakkaði guði fyrir feg-
urð akranna, en þeir voru hjúp-
aðir léttum þokuslæðing í
morgunsárinu, og menn voru nú
þegar teknir til við vinnu sína á
þeim. Presturinn klæddi sig nú,
fór í stígvélin og skundaði út í
kirkju til þess að syngja morg-
untíðir. Þegar hann gekk hinn
margtroðna stíg milli blómarað-
anna, gljáðu stígvélin hans betur
en þau höfðu nokkuru sinni gert
áður, og giaðbjört morgunsólin
speglaðist á þeim. I stað þess að
búa huga sinn undir skyldur
'þær, sem fram undan voru, fór
presturinn að liugsa um skó-
svertu og skóbursta. Meðan á
messugerðinni stóð, léku um
fætur hans marglitir geislar frá
litklæðum dýrlinganna og stríðs-
mannanna á gluggamálverkun-
um. Honum veittist örðugt að
einbeina huganum að því, sem
hann var að gera, og hann átti
fullt í fangi með að varna því,
að fram á varir hans kæmu orð,
sem ekki áttu við. Og þegar
hann var að fara inn aftur til
morgunverðar, blikuðu glamp-
arnir undan hempunni, eftir því
sem hann bar til fæturna.
Ef það ætti nokkurn tíma við
að taka svo til orða, að einhver
sé með hjartað í skónum, þá
mátti segja, að séra Dagnet væri
það þennan bjarta júnídag.
Eftir morgunverðinn kom
unglingurinn Ernest Vitry með
þau skilaboð, að amma hans
væri að deyja og óskaði eftir að
vera þjónustuð. Margir okkar
hefðu nú verið harðbrjósta og
sagt: „Ha? — Einu sinni enn?“,
því að Vitry gamla hafði hlotið
viðbúnað til að mæta dauðan-
um þrisvar á því sama ári, en
liafði snúið aftur frá dal dauð-
ans hvað eftir annað líkt og öldr-
uð leiksviðsgyðja, sem er treg til
að hverfa af vettvangi sigra
sinna. En það hvarflaði aldrei
að prestinum að segja neitt í
þessa átt.
Hann setti líkama Krists og
blóð í meðfærileg ílát, stakk
þeim í vasa sinn, fór í messu-
HEIMILISfUTlÐ
23