Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 29
Næturgeslir
Hljóðlaust opnaði hann glugg-
ann utan jrá
Stutt smásaga eftir
KAREN BRASEN
HLJÓÐLAUST opnaði hann
gluggann utan frá og vatt sér
yfir karminn og inn í stofuna.
Fætur hans sukku í mjúk tepp-
in, sem gleyptu sérhvert hljóð
og hjálpuðu honum næstum því
líknsamlega til þess að komast
fram á ganginn og upp á aðra
hæð.
En hvað þetta er skrautlegt
heimili, hugsaði hann með sér.
Dýrindis húsgögn, ekta málverk
og indversk teppi á öllum gólf-
um — jseja, þegar maður var
okrari og lánaði gegn meira en
100% vöxtum, þá gat maður vel
leyft sér að kaupa það, sem
mann langaði til.
Honum varð hugsað til síns
eigin ,,heimilis“, — risherbergi,
þar sem sólin steikti allt yfir
sumartímann, og kuldinn á vet-
urna frysti vatnið í þvottaskál-
inni hans — borðið með efna-
fræðiáhöldunum — hinn hrör-
legi legubekkur, — þar sem
hann svaf — svaf af og til í
nokkra tíma milli þess að hann
gerði tilraunir sínar.
Tja — það var munur! En
ef honum heppnaðist uppfinn-
ing sín, gat einnig hann ...!
Nei, tilraunir hans myndu
aldrei heppnast, það vissi hann.
Hafði hann ekki verið í þessu
húsi í gær — í skrifstofu okr-
arans — og sagt: „Ef ég gæti
bara fengið gjaldfrest í tvo
mánuði — aðeins tvo mánuði —
þá hef ég lokið tilraunum mín-
um, og get þá endurgreitt lán-
ið, án nokkurra erfiðleika.
En af vörum okrarans hafði
ekki einu sinni komið neitun —
hann hafði farið með honum
heim, upp hina þröngu stiga —
HEIMILISRITIÐ
27