Heimilisritið - 01.06.1950, Page 30

Heimilisritið - 01.06.1950, Page 30
alveg upp undir þakið — og hann hafði með köldu blóði tekið hin dýrmætu rannsóknar- tæki hans með sér — og farið leiðar sinnar! Án þess að hlusta á skýrin'garnar á því, sem fram fór í þessu fátæklega risher- bergi — án þess að segja eitt orð — bara farið! Varlega opnaði aðkomumað- urinn hurðina, sem var fyrir endanum á hinum langa gangi, sem var á 1. hæð, hér var her- bergi, sem sneri út að götunni — þarna sýnilega gestaherbergi .... en það var svefnherbergið, sem hann leitaði að —! Stóri skrokkurinn í hinni í- burðarmiklu hvílu, bærði ekki á sér . . gúmmískórnir og þykku teppin gáfu ekkert hljóð frá sér. Hversu oft hafði hann ekki í skelfingu sinni, hugleitt þetta augnablik! Hvert fótmál — hverja hreyfingu! „Nú ert þú þjófur, David Heram“, sagði hann við sjálfan sig. „Þú ætlar að stela lyklum þessa sofandi manns — læðast niður og opna peningaskáp hans og birgja þig upp af því, sem þú getur klófest!“ En undireins þagnaði sam- vizka hans. Hann ætlaði að stela, já, það var satt. En hann ætlaði bara að kaupa sér nýtt efnarannsóknartæki ... og þeg- ar uppfinningin væri tilbúin, ætlaði hann að senda þá pen- inga, sem hann kæmist yfir í nótt á óheiðarlegan hátt, aftur, undir dulnefni. Augu hans leituðu fyrir sér í myrkrinu ... þarna hékk jakk- inn ... skyldu lyklarnir vera í vasanum —? Hendur hans þukl- uðu á flíkinni — nei. Þá lágu þeir að líkindum í náttborðs- skúffunni ...! Fjandans ólukka, það var svo nálægt höfðalagi sofandi mannsins, að hann vildi helzt forðast það. Hann lagðist á hnén, og skreið varfæmislega áfram ... rétti sig upp — fann skúffuna og dró hana lítið eitt út ... Jú! Fingur hans snertu kaldan málm lyklakippuhrings- ins! Það tók hann næstum heilan stundarfjórðung að tileinka sér lyklakippuna án þess að í henni klingdi ... en um leið og hann rétti sig upp og ætlaði að fara út aftur ... heyrðist lágt þrusk fyrir utan dymar ... Dyrnar voru opnaðar — og sverfnher- bergið lá baðað ljósum —! Það var roskinn maður, sem stóð í innislopp í dyrunum — sennilega húsvörðurinn. David Heram setti eldfljótt upp fyrir sér hugareiknings- dæmi ... svo hætti hann við allt saman. Hann sjálfur, lág- vaxinn og kraftalítill af matar- 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.