Heimilisritið - 01.06.1950, Page 31

Heimilisritið - 01.06.1950, Page 31
og svefnskorti — hinn maður- inn: stór og sterklegur. Þegar alls var gætt, gat maður máske kjaftað sig frá þessu — hann hafði vissulega ekki stolið neinu ennþá! Höndin, sem læsti sig um öxl hans var eins og járnkló, — ógn og skelfing heltóku hann, — á sömu stundu fékk hann vel úti- látið högg, og hann hné niður á gólfið ... Þegar hann raknaði við aftur, ómuðu háværar raddir í kring um hann, — hann var þrifinn upp af gólfinu og handjámin læstust saman utan um úln- liði hans. „Nei,“ tautaði hann, — „ég ætlaði bara ... ég ætlaði alls ekki — hlustið á mig — ég get útskýrt ...“ „Þér getið það víst, fjandinn hafi það,“ hljómaði hvöss rödd Ringlaður opnaði hann augun, — herbergið var fullt af lög- regluþjónum. Okrarinn, — hugsaði hann, — hvar var hann —? Ráðvillt augnatillit hans leitaði á meðal hinna ókunnu manna og stað- næmdust við hina ríkulegu hvílu okrarans, sem var vel upplýst af bjarma náttborðs- lampans, sem einhver hafði tek- ið skerminn af. Þar lá okrarinn ennþá! Maður í ulsterfrakka stóð hálfboginn yfir honum, — nú stóð hann upp, horfði rannsak- andi augnaráði á Heram og sagði eins og undrandi: „Svona væskill ... það þarf meira en litla peningagirnd til þess að maður verði svo óður að kæfa mann, sem er helmingi stærri, — jafnvel þótt hann geri það á meðan fórnarlambið sefur —!“ ENDIR Fœðing og clauSi SÉRHVER endir hlýtur að hafa upp- haf, og sérhvert upphaf verður einnig að taka enda. Hver hurð er aðeins skil- rúm sem aðskilur cinn stað frá öðrum. Fæðing og dauði eru einungis hurðir, sem aðskilja eitt tilveruríkið frá öðru. Lífshliðið er einungis dauðahliðið. Og hlið dauðans opnar veginn til meira lífs, því lífið er ekki stund né sérstakt tímabil, sem endist aðeins yfir vissan tíma. Og dauðinn er ekki heldur starf neinnar sérstakrar svipstundar. Lífið er samsett af óteljandi dauðs- föllum, og ef þau stöðvuðust, þótt ekki væri nema andartak, myndi það stemma stigu fyrir framþróun lífsins. Það er ekkert til nema líf. Dauðinn er einungis sýningaraðferð þess og tjald- ið á milli þátta þess. M. M. Long HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.