Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 39

Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 39
verksmiðjuna tíu mínútum fyr- ir klukkan átta?“ „Það bæði get ég og vil,“ svaraði Linda. Ég var hræddur um, að ég myndi verða fyrir vonbrigðum, þegar ég sæi hana. Um þetta leyti morguns líktist hún ef til vill ávaxtasaladsleifum frá því í gær. Mér skjátlaðist. Hún virk- aði þannig á alla verksmiðjuna, að hún ljómaði eins og helgi- dómur. Við gengum í gegnum auðar og mannlausar skrifstof- urnar, og ég bauð henni sæti í höfuðvirki A. J. „Hamr kemur eftir tíu mínútur,“ sagði ég. „Hann þolir ekki kvenfólk. Ugg- laust myndi hann láta fleygja yður út, ef þess væri kostur, en um þetta leyti dagsins er hér enginn. Hann er veiddur í gildru. Nú verðið þér að sjá um það, sem á eftir fer. Látið yndisþokkann gera sitt.“ „Ég mun gera mitt bezta,“ svaraði Linda. „Þér hafið verið ákaflega vænir.“ „Mér fellur fjarskalega vel að vera vænn við yður,“ óð ég elginn. „Ég vildi gjarnan halda áfram að vera vænn við yð- ur-------“ Hún klappaði mér á kinnina og ýtti mér blíðlega fram fyrir dyrnar. Þessu miðar í áttina, Carson, sagði ég við sjálfan mig, Þessu miðar í áttina. Ég gekk nokkur skref upp stigann og settist þar. Útidyrn- ar opnuðust og A. J. kom inn. Hann var ekki rétt vel í essinu sínu, hann brunaði ekki áfram eins og sigurvegari, heldur gekk hann með hnigið höfuð og slappar axlir. Hann gekk beina leið inn í skrifstofuna sína og læsti dyrunum á eftir sér. Ég heyrði hann geispa. Svo heyrði ég að hann þrýsti á alla þá hnappa, sem hægt var að þrýsta á, en enginn kom honum til hjálpar. Gegnum hina möttu rúðu á hurðinni, gat ég séð um- gjörðina af dökkri mannveru. Kæn telpa, þessi Linda, hún hafði stillt sér upp fyrir innan dyrnar og sneri bakinu að þeim. Ég settist við skrifborðið og hóf mitt daglega strit. Skömmu seinna tók skrifstofufólkið að tínast að. Ritvélar hömruðu, símar hringdu. Dyrnar að skrif- stofu A. J. voru ennþá aftur. Klukkan tíu opnuðust þær. Linda kom fram og sendi mér skínandi bros. Ég ætlaði ein- mitt að fara að segja eitthvað við hana, þegar ég heyrði hið þekkta öskur. „Carson!“ A. J. horfði kuldalega á mig. „Car- son, ég fer úr skrifstofunni klukkan þrjú í dag. Viðskipti.“ í augum hans brá fyrir undar- legum glampa, sem ég botnaði ekki rétt vel í. „Takið á móti HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.