Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 42
líka í barnfóstruna hans.“ Ég rétti knýttann hnefann framan í hann, en hann skaut sér á bak við hurðina. Á sama augnabliki rann ljós upp fyrir mér. „Bara ein spurning,“ sagði ég. „Hversu lengi hefur ungfrú Tyler unnið við blaðið? Hefur hún fasta stöðu?“ „Hún hefur verið viðtals- stjarnan okkar síðustu þrjú ár- in,“ svaraði hann. Mér svelgdist svolítið á þessu. Svo hélt ég leiðar minnar. Blómin rétti ég gamalli konu, er ég mætti á götunni. Síðan fór ég heim, pakkaði niður í ferðatösku mína og ók til braut- arstöðvarinnar. Ég lét svefn- vagnsstjórann slá neðstu koj- unni út og lagði mig í hana. Ég lá og hugsaði um lífið, þegar forhengið var dregið til hliðar. stórt og hvítt yfirskegg teygði sig fram, og hin bláu augu A. J. drápu tittlinga framan í mig. „Carson,“ sagði hann. „Ég fer til Chicago með yður.-* Látið vagnstjórann búa um efri koj- una. Þér getið verið í henni, þér eruð ungir og frískir.“ Við stóðum frammi á gangin- um á meðan vagnstjórinn bjó um okkur. „Carson!“ sagði A. J., og bláu augun hans skutu gneistum. „Ég hef í hyggju að umtuma öllu í Chicago-deildinni. Við seljum ekki nándar nærri nóg í Chicago. Þeir halda víst, að mér sé farið að hnigna -— sé ekki lengur sami maður og ég á að mér að vera.“ Hann hamr- aði á vegginn með hendinni og þrumaði eins og óveður. Hann var orðinn sá sami á ný. Hann hafði orðið fyrir áfalli, hafði komizt yfir það og var nú í bezta stríðsskapi. Ég sá á eft- ir honum fram í veitingasalinn til þess að fá sér í staupinu. Ég hnipraði mig inn undir for- hengið, byrjaði að klifra upp í efri kojuna og nam svo staðar. Carson hinn ótrauði, sagði ég við sjálfan mig, klifraði niður aftur og hallaði mér í neðri kojuna. Þegar ég var lagztur þar, mundi ég eftir því, að Linda hafði einn stóran galla — mjög sterkbyggða höku. Hugsaðu um þá höku, Carson, sagði ég við sjálfan mig. Haltu áfram að hugsa um hana. Það næsta, sem ég upplifði, var það, að einhver skók mig til, og rödd nokkur öskraði: „Carson, ég segi yður hér með upp!“ Ég hraut hástöfum og heyrði A. J. rymja af ofsareiði, þegar hann klöngraðist upp í efri koj- una. ENDITÍ 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.