Heimilisritið - 01.06.1950, Side 46

Heimilisritið - 01.06.1950, Side 46
við lítið borð inni við eldhúsdyr, borð, sem stóð autt, nema þegar ös var í veitingasalnum. Hún var ekki lystargóð og rjálaði með hníf og gaffal, unz hún endaði með að velta um saltkarinu. „Ó . ..!“ Blá augu Kaju urðu dauðskelfd, er hún starði á oltið saltkarið, hún var afar hjátrú- arfull. Slæmur fyrirboði einmitt nú, þegar hún þurfti að hafa heppnina með. Hún var svo niðursokkin í sína eigin örvæntingu, að hún tólc alls ekki eftir háa, unga manninum, sem kom arkandi inn endilangan salinn og settist við borðið' andspænis henni. Hún leit ekki við ' honum, en hann horfði á hana. Hann sá strax, að hún var óstyrk og döpur. Hend- urnar, sem struku ljóst hárið, skulfu, og það voru viprur í munnvikjunum. „Alítið þér, að þetta sé óheilla- merki?“ spurði hann og benti á saltkarið. . . . Kapa leit óttasleg- in á hann, en sagði ekkert. Hún var ekki vön að gefa sig á tal við ókunnuga, unga menn. „Þér skuluð ekki láta þetta á yðúr fá“, sagði hann. Kaja neyddi skjálfandi varir sínar til að brosa. Hann virtist bezti náungi, og lienni fannst hún hafa séð hann áður, og yfir- leitt voru gestir „Páskaliljunn- ar“ viðfelldið fólk. Hún gat víst leyft sér að brosa. Hann sagði ekki fleira í bráð, en sökkti sér niður í dagblað, sem hann var með. En svo teygði hann allt í einu 4jr fótunum, rétt eins og hann sæti heima hjá sér. Hann teygði þá svo langt fram, að hann snart fætur Kaju. „Fyrirgel'ið!" sagði hann og dró að sér fæturna. Hann sá, að Kaja var með tárin í augunum. Kaja strauk burt tárin og brosti. „Það var ekkert. Það er allt annað, sem ég er leið yfir“. „Þér lítið út fyrir að vera af- ar döpur. Það er oft léttir að tala við einhvern. Þér ættuð að trúa mér fyrir áhyggjum yðar“. „Yður!“ Kaja gapti. Þetta var hreinasta fjarstæða! „Já, hvers vegna ekki?“ hélt hann áfram grafalvarlegur. Eg er alókunnur, þér sjáið mig ef til vill aldrei framar, svo það getur ekki komið að sök“. Hann brosti: „Auk þess er ég rithöfundur. Eg heiti Alan Dall, já, þér þekkið ekki nafnið, því að skáldsagan mín er ekki komin út ennþá, en ég hugsa mér, að ég verði ein- hverntíma frægur“. „Það . .. það verðið þér sjálf- sagt“, stamaði Kaja. Það var undarlegt, en ósjálfrátt fékk maður traust til unga mannsins, og það var satt, er hann sagði: „Rithöfundur er eiginlega ekki venjuleg manneskja. Hann kann 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.