Heimilisritið - 01.06.1950, Page 47
að hlusta á sögu með ópersónu-
legu hugarfari . .I sama bili
kom þjónustustúlkan með mat-
inn hans. Hann réðist á hann af
mikilli lvst. — „Evrjið' bara að
segja söguna“, sagði hann.
ÞAÐ var ótrúlegt, en Kaja
tók í raun og veru að segja allt
sem var. Það myndi létta af
henni byrði, og Alan Dall var
bráðókunnur maður, sem hún
sæi líklega aldrei framar:
Á morgun ætlaði Robert Gra-
ham að koma í heimsókn til
hennar, Robert, sem var auglýs-
ingaritstjóri stærsta -blaðsins í
fæðingarborg hennar, Robert,
sem hún elskaði, en ekki elskaði
hana.
Alan Dall kinkaði kolli. Slíkt
hafði maður hevrt áður, sagði
hann, en svo hélt Kaja áfram og
sagði, að það versta væri, að
hún hefði opinberað Robert,
hversu hrifin hún var af honum.
Þau höfðu verið í samkvæmi
með mörgu öðru ungu fólki. Ro-
bert og hún urðu ein, og. . .. Já,
hún hafði verið svo barnaleg að
lofa honum að kvssa sig. Hún
hélt hann gerði það af því að
hann elskaði hana, en svo hafði
breytzt veður í lofti. Hann hafði
gefið henni í skyn, kuldalega, að
svona koss væri markleysa ein
... jú, það merkti aðeins, að hún
væri óvenju lagleg' og aðlaðandi
stúlka, en heldur ekki meira.
Karlmaður giftist ekki stúlku
fyrir það eitt, að hann hafði
kysst hana. .. .
Þetta gerðist nú allt fyrir
meira en ári síðan, en í morgun
hafði hún fengið bréf frá Robert.
Hún hafði farið til höfuðborgar-
innar skömmu síðar og hafði
ekki heyrt eitt orð frá honum
fyrr en nú, að hann skrifaði og
boðaði heimsókn sína.
„Það ber ef til vill að skilja
þannig, að hann nú, þegar þér
hafið verið burtu, hafi farið að
hugsa sig betur um. Honum þyk-
ir ef til vill vænt um yður í raun
og veru“, sagði Alan Dall.
„Nei, þannig er því ekki var-
ið“. Kaja varð áköf. „Hann hitti
frænku mína af hendingu, og
fékk að vita heimilisfang mitt.
Hann vantar bara stúlku til að
bjóða út annaðkvöld, og þá hef-
ur honum dottið ég í hug“.
„Eruð þér smeyk við að hitta
hann?“ spurði Alan. „Eruð þér
hrædd um, að þér gleymið yður
í annað sinn?“
„Já“, sagði Kaja og laut höfði.
Röddin varð hvíslandi. „Eg er
ennþá hrifin af honum. Og ég
get ekki leikið“.
„Þér neyðist nú blátt áfram
til þess. Þér verðið að láta sem
þér séuð vön að skemmta yðúr
mikið. Þér verðið að vera yfir-
lætisleg og fín. Búið yður glæsi-
HEIMILISRITIÐ
45