Heimilisritið - 01.06.1950, Page 48

Heimilisritið - 01.06.1950, Page 48
lega og. . .. Þér liaí'ið nú verið í höfuðstaðnum í meira en ár, svo hann má gera ráð fyrir, að þér hafið breytzt“. „Já, en ég er eins og ég var áður . ..“ „Auðvitað, en leikið samt! Að því er mér skilst, er þessi Ro- bert yðar ekki mjög skarp- skyggn, svo hann álítur yður eins og þér látist vera“. Kaja hugsaði hratt og augu hennar Ijómuðu. Það væri garn- an að þessu. Bara að hún gæti leikið sitt. hlutverk. Alan var af- ar hrifinn af hugmyndinni og hélt áfram að tala. „Svo verðið þér að fá alla vini vðar til að hringja til yðar, meðan hann er þar. Semjið um, að einn þeirra komi og sæki vður kl. 10. Þá biðjið þér Robert afsökunar. Þér skuluð sjá, að þetta hefur áhrif“. „Já, þetta ætla ég að gera. Eg þakka ráð'in .. .“ Alan sá ekki hve augnaráðið var reikult og hendurnar skulfu, þegar hún greiddi matinn og flýtti sér út úr veitingahúsinu. Alan Dall mátti ekki sjá, að tárin voru aft- ur komin fram í augu hennar. Hún átti enga vini, sem hún gat beðið að hringja og taka liana burt frá Robert kl. 10. En auðvitað hafði Alan Dall rétt. fyrir sér. Það var svo skyn- samlegt, sem hann sagði, en hún gæti víst ekki framkvæmt það. Hún yppti öxlum. Engin von að nokkuð gagnaði að leita ráða bráðókunnugs manns. Hann gat ekki vitað, hve ást- fangin hún var af Robert. KLTJKKAN sex næsta kvöld gekk Kaja órólega fram og aft- ur um litlu stofuna sína. Vin- stúlka hennar var svo nærgætin að fara út og ætlaði ekki að koma fyrr en daginn eftir. Kaja leit umhverfis sig. Allt var í röð og reglu. Þetta var viðfelldin stofa með fallegum húsgögnum, og það var ekki Kaju að þakka, heldur vinstúlku hennar. Nú var hringt dyrabjöliunni. Kaja hafði svo ákafan hjartslátt, að' hún gat ekki lokið upp strax. Hún leit niður eftir sjálfri sér í nýja, glæsilega, græna silkikjóln- um, scm hún hafði keypt á síð- ustu stundu. Hún vatt til höf- inu. Kjóllinn var verulega „smart“ — og ofurlítið ögrandi. Stóri spegillinn sýndi, hversu prýðilega hann fór henni. Hún gekk rösklega fram og lauk upp. „Gott kvöld, Kaja“, heilsaði Robert glaðlega. „Ja, mér fannst rétt að líta inn til þín, því ég verð nokkra daga í borginni“. „Það var fallegt af þér“. Kaju tókst að tala í kæruleysislegum tón. „Komdu inn og leyfðu mér að taka við hattinum þínum. .. . 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.