Heimilisritið - 01.06.1950, Side 50

Heimilisritið - 01.06.1950, Side 50
„Já, vissulega“, tókst Kaju að stynja upp og lét fallast á stól. „En varstu ekki eitthvað að segja, Robert.?“ ROBERT tók til að masa. Næsta hálftímann kom Kaja ekki mörgum orðum að. Hann sagði fréttir af sameiginlegum kunningjum heima, hverjir hefðu trúlofazt eða gifzt. En tíð'- ræddast varð honum um síðustu tenniskeppni, þar sem minnstu munaði, að hann yrði meistarinn. Kaja kvaldi niður geispa, og hún lét hann sjá það. Hún skyldi leika sitt hlutverk vel. Karhnenn höfðu yndi af að talá um sjálfa sig, það hafði hún jafnan heyrt. Það átti við' um Robert, en Alan Dall hafði verið öðruvísi. Hann hafði kunnað að hlusta. Síminn hringdi aftur. I þetta sinn var Kaja fljót að svara. Ro- bert var í miðri, dauðleiðinlegri frásögn af úrslitakeppninni í tennis. „Það er Steffen“, sagði rödd- in. „Ert það þú, Kaja?“ .,Steffen!“ hrópaði Kaja og gat ekki sagt meira. Þetta var tóm hringavitlevsa. Hún þekkti engan Steffen, en röddina þótt- ist hún hafa heyrt áður. „Ertu tilbúin að fara? Ég kem á slaginu tíu“. „Hvort ég er tilbúin að fara?“ Kaja herti upp hugann. „Auð- vitað er ég það en ég . . „Agætt, við skulum svei mér mála borgina rauða í kvöld . . .“ svo var símtækið lagt niður. Kaja sneri sér rugluð að Ro- bert. Hún botnaði ekki neitt í neinu. „Þú ætlar þá út í kvöld“, sagði Robert ofurlítið móðgaður. „Ég hélt þó að þú myndir geta verið eitt kvöld með gömlum • • (( vini . . . „Þú verður að afsaka, Ro- bert“. Kaja var ennþá rugluð, hún vissi, að hún þekkti engan, sem hét Steffen. Þetta hlaut að vera misskilningur, en hann kom sér vel. Robert var sem þrumu- ský á svipinn. Honum var þá ekki sama um hana. „Ég fer ekki strax“, sagði hún og fékk hann til að setjast aftur, hann var staðinn upp til að fara. „Þú varst ekki búinn með það', sem þú ætlaðir að segja“. Robert hélt áfram að segja frá og Kaja lét fara vel um sig í stólnum. Henni fannst ekki liðið nema andartak þegar dyrabjöll- unni var hringt. „Eruð það þér!“ Kaja starði á Alan Dall, sem stóð úti fyrir og brosti til hennar eins og þau væru gamlir vinir. Hann laut fast að henni og hvíslaði: „Hvað hafið þér gert af ást- vininum?“ 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.