Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 53
Utivera
HollráÖ eftir Frank Crane
Mikil útivera læknar næstum allt.
Gakktu berhöfðaður, og láttu útiloft-
ið leika um hárið, þá ver það þig betur
móti skallanum.
Fleygðu af þér fötunum, og liggðu í
sandinum í sólskininu, unz þú verður
sólbrenndur og hraustur sem villimað-
ur.
Farðu út og leitaðu matarlystarinnar.
Hún er einhvers staðar úti.
Farðu út og losaðu þig við taugaveikl-
unina. Hún á heima inni í liúsinu.
Aðrar meinsemdir, sem húsin herja,
eru meltingarleysi, harðlífi, lifrarveiki,
deyfð og svefnleysi.
En það em ei aðeins líkamlegu mein-
in, sem í húsunum leynast, heldur alls
konar aðrar plágur, óþægindi og óþrifn-
aður.
Trúarjátningar voru soðnar saman í
loftlausum herbergjum.
Trú og traust og tryggð, ást og von
og dirfð, eru förunautar fjalla og skóga
og sigla sæinn og sækja mót sól og
stormi.
Jesús kenndi undir beru lofti. Klerka-
samkundur og kirkjuþing eru háð inn-
an fjögurra veggja. Afturför trúarbragð-
anna er merkjanleg frá Fjallræðunni, til
hins kæfandi dauðalofts bænahúsanna.
Uppfræðsla og menntun, ætti fram að
fara undir beru lofti. Eftirlætis draum-
ur minn, er háskóli utan gátta, þar sem
lærisveinamir gengu skólausir, og lærðu
speki sína undir sól og stjörnum.
Sá háskóli myndi kenna hverju jarð-
arbarni, að verða sterkt og hraust sem
pardusdýr. En hraustir líkamir stemma
að mestu stigu fyrir andlegum kveifar-
skap og duttlungum.
Hvar nema úti, getur þú lært grasa-
fræði og jarðfræði og stjörnufræði? Sönn
vísindi þrífast bezt undir beru lofti,
eins og náttúran sjálf.
Leiktu þér úti. Feluleikur, boltaleikur
og eltingaleikur eru þér betri og hoilari
en blindingsleikur, bridge eða póker.
Jafnvel kossarnir verða betur að not-
um úti en inni. Þegar þú ert búinn að
elta stúlku hálfa mi'lu til að kyssa hana,
þá kemstu fyrst að raun um, hvers virði
sannir kossar eru.
Át er hollara utan gátta en innan.
Hesturinn er hraustari en maðurinn, af
því hesturinn verður að ganga og leita
eftir munnfylli af grasi, sem hann bítur.
Otivera er úrlausn fangahúss-vanda-
málsins. Frá svartholi til sólar á leið
mannfélags-úrtíningsins að liggja, ef
hann á nokkurn rima að rísa frá eyði-
leggingu til endursköpunar.
Vitskertir sjúklingar, sem fyllast æði
og bræði í klefum sínum, verða rólegri
og friðsamari úti.
Börnum fer miklu betur og fljótar
fram úti en inni.
Útivera er ódýr og ríkuleg.
Guð bjó til allt utanhúss, en menn-
irnir allt innanhúss. Og guð býr úti,
en mennirnir inni — með skurðgoðum
sínum.
Endir.
HEIMILISRITIÐ
51