Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 60
liefur haft eins mikil áhrif á þessa villi-
menn, og þú á sínum tíma hafðir á
Ameríkumenn. Eini mismunurinn er
sá, að kunningsskapur þinn og hinna
innfæddu mun ekki kremja hjörtu
þeirra. Þeir munu frekar hugsa um,
hvað þú gætir verið lostæt máltíð. Ka-
raki sagði við mig, að hörund þitt væri
eins og „hjarta kokoshnetunnar" og
hann sleikti út um, og hann klappaði
á . . .“
„Eg bað um sígarettu", tók Joan aft-
ur fram í fyrir honum.
„Fyrirgefðu". Hilary opnaði veskið
og rétti henni það. „Virginia hérna
megin, tyrkncskar hinum megin. Þú
manst sjálfsagt eftir þessu veski, er það
ekki? „Taktu við þessu, Hilary, með
öllum mínum beztu óskum...“ sagð-
ir þú, þegar þú gafst mér það. Hvenær
var það nú aftur? Eru ekki nokkur
hundmð ár síðan?“
„Eldspýmr, ef þú vilt gera svo vel“,
sagði Joan með uppgerðarkæruleysi,
þegar hún hafði tekið sér sígarettu.
Hilary kveikti á eldspýtu og hélt
henni að sígarettunni hennar. Joan blés
dálitlum reykjarmekki frá sér, hallaði
sér aftur á bak í stólnum og krosslagði
fæturna. I raun og veru var hún langt
frá því að vera róleg, en hún reyndi
að láta líta svo út. Hún vissi, að Hilary
horfði stöðugt á hana, en hún leit ekki
upp. Hann settist á bríkina á stólnum,
sem hann hafði risið úr, og Joan sá
útundan sér að hann las áritunina á
sígarettuveskinu.
„Til Hilary Sterling, sem lítilfjörleg-
ur vottur um þakklæti og virðingu, frá
Joan Allison, sem hann bjargaði úr lífs-
háska", las hann. „Mér þótti gaman
að vita hvort okkar var meiri bjáni
þann dag og hvort okkar gabbaði hitt.
„Takm við því, Hilary, með öllum
mínum beztu óskurn", sagðir þú, og ég
hélt að þú meintir talsvert af þessu.
Eg tók við því, Joan, og nú ætla ég
að taka á móti afganginum, svo að all-
ar þínar góðu óskir geti rætzt. Má ég
ennþá gleðjast yfir þakklæti þínu og
virðingu?“
„Þú hlýtur að vera genginn af vit-
inu,“ svaraði Joan án þess. að líta á
hann. „Þú varst alveg mglaður, dag-
inn scm ég gaf þér veskið, og ég hefði
aldrei átt að fyrirgefa þér eða trcysta
þér aftur".
Hilary andvarpaði, lét veskið niður
í brjóstvasann aftur og spennti greip-
ar um hné sér.
„Ruglaður, já, það kann að vera rétt
hjá þér“, sagði hann rólega. „Mér
þætti fróðlegt að vita, hve marga menn
þú hefur gert ruglaða, að frátöldum
Peter Mernfield. Finnst þér það í raun
og vem nokkurt spaug, að skemmta
sér við það að gera einhvern ógæfu-
saman? Hefurðu aldrei haft minnstu
hugmynd um, hvað ást getur haft að
þýða fyrir mann eða konu?“
„Má ég spyrja, er þér blátt áfram
ómögulegt að tala um annað en þetta?“
sagði Joan örvæntingarfull. „Er það orð-
in föst meinloka hjá þér, að ég sé
daðurdrós? Ég hef aldrei gert neinn
mann óhamingjusaman, hvorki í
gamni né alvöru. Get ég gert að því,
þó að karlmenn hagi sér eins og fá-
bjánar þegar þeir sjá mig? Þú talaðir
um að hefna Peters Merrifields. Finnst
þér ef til vill að ég hefði átt að strjúka
með honum, af því hann hótaði að
58
HEIMILISRITIÐ