Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 61
fremja sjálfsmorð ef ég léti ekki að
vilja hans?“
Um leið og hún sagði þetta, datt
henni allt í einu í hug dagurinn, þeg-
ar Sir Antony Trcgenna hafði ásakað
hana, og hún hafði lagt fyrir hann
sömu spurningu í sjálfsvarnarskyni og
samþykkt að fara af landi burt. Og
henni duttu í hug orð móður sinnar,
um að hún-myndi ef til vill hitta hetju
drauma sinna í Ameríku, og spáð því,
að hún myirdi verða ástfangin. Ósjálf-
rátt varð henni litið á Hilary Sterling,
sem sat þarna þungur á brún og veitti
henni nákvæma athygli.
,,Ef þú hefur farið mcð alla hina
svipað og mig, undrar mig ekki þó
þeir töptiðu ráði og rænu“, svaraði Hil-
ary rólega eins og hann yfirvegaði orð
sín nákvæmlega. „Jæja, en við skulum
tala um eitthvað annað, úr því þú held-
ur að þetta sé orðin meinloka hjá mér.
Hvað eigum við þá að tala um?
Skemmtilegasta umræðuefnið fyrir þig
er vafalaust Joan Allison, og ég er þér
fullkomlega sammála, en það lítur út
fyrir að þú óskir aðeins eftir hrósi og
skjallyrðum en kærir þig ekki um gagn-
rýni“.
„Og.það lítur út fyrir að þú gerir
þér far um að gagnrýna mig og erta.
Þú gerir þig sjálfan að einskonar yfir-
manni yfir mér, og það get ég ekki
þoIað“, sagði Joan og kastaði sígarett-
unni frá sér. „Segðu mér nú í alvöru,
Hilary, finnst þér ekki að þessi heimsku-
legi leikur hafi þcgar gengið nokkuð
langt? Eg er fús til að biðja þig af-
sökunar á því að ég hef sært þig, og
játa að þú hefur gert mig hrædda með
þessu endalausa tali þínu um að hefna
Peter Mernfields. Því verður ekki neit-
að, að þú hefur á vissan hátt stofnað
mannorði mínu í hættu með því að
flytja mig hingað, en ef þú hjálpar mér
að komast aftur til „Frisco Belle" get-
um við sagt Vandeeringsfólkinu og
hinum gestunum, að vélin hafi bilað,
og ég skal gjarnan gefa þér heiðurinn
af því að hafa bjargað lífi mínu í ann-
að sjnn. Látum svo allt hið liðna
vera gleymt. Við skulum byrja kynn-
ingu okkar alveg að nýju. Það getur
ekki vcrið alvara þín að halda mér hér“.
„Ég fullvissa þig um það, kæra Joan,
að mér hcfur aldrei á ævinni verið neitt
mál meiri alvara“, svaraði Hilary. „All-
ur yndisleikur þinn og fortölugáfa get-
ur ekki fengið mig til að láta þig yfir-
gefa Muava, fyrr en þú hefur lært að
þekkja hvað ást er. Og þegar þú hefur
lært það, Joan, er ckki víst að þú kær-
ir þig urn að fara héðan. Þá verður þú
ef til vill ánægð yfir að vera hér og
gefur veröldinni langt nef“.
Þessi orð, sem vom sögð á ákveðinn
og rólegan hátt, ollu lirolli fyrir brjóst-
inú á Joan. Hún vissi ekki hvernig hún
ætti að skilja Hilary. Hann brosti án
þess að vottur af gleði væri í brosinu.
Augnaráð hans var órætt. Hann virtist
vera fullkomlega rólegur og ákveðinn
meðan hann sagði þetta og tók sígar-
ettuveskið upp úr vasa sínum og fékk
sér nýja sígarettu.
„Hilary — ef — ef ég segi þér nú
að ég viti hvað ást er, ef ég segist vilja
giftast þér, viltu þá flytja mig burtu
héðan?“ spurði Joan og stóð á öndinni.
Hilary blés frá sér reykjarstrók,
horfði alvarlega á Joan og hallaði dá-
lítið undir flatt.
HEIMILISRITIÐ
59