Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 4
smíðaða strax, fjóra nagla, til að
krossfesta Asa ben Miriam
með.“
Járnsmiðurinn var gamall
maður, og hafði séð hið yndis-
lega föla andlit og ljósbrúnu
augun hans Asa ben Miriams,
þegar hann hafði gengið fram
hjá smiðjunni hans.
Það fór hrollur um járnsmið-
inn þegar hann gekk fram hjá
aflinu, sem hann hafi verið að
vinna við í smiðjunni, og hann
sagði: „Ég vil ekki smíða nagla
til að krossfesta Asa ben Mir-
iam með.“
Hermennirnir tóku þá upp
fjörutíu kreitzerana og hrópuðu
digurbarkalega:,, Héma eru pen-
ingarnir fyrir þá. Farðu nú að
smíða þá.“
Og þeir héldu spjótum sínum
þétt að manninum.
Maðurinn rétti upp hendurn-
ar, rétti úr sér, leit beint í augu
hermannanna og sagði: „Ég vil
ekki smíða nagla til að kross-
festa Asa ben Miriam með.“
Hermennirnir ráku hann þá í
gegn með spjótum sínum.
Síðan hröðuðu þeir sér til ann-
ars járnsmiðs, sem var svolítið
lengra í burtu. Það var orðið
framorðið er þeir komu til hans
og sögðu:
„Smíðaðu fjóra nagla fyrir
okkur og við skulum borga þér
fjörutíu kreitzera fyrir þá.“
„Ég get smíðað fjóra litla
nagla fyrir þetta verð,“ sagði
maðurinn.
En hermennirnir sýndu hon-
um þá hve stóra þeir vildu hafa
naglana. Maðurinn hristi höfuð-
ið og sagði: „Ég get ekki smíðað
þá fyrir þetta verð.“
En glampinn í augum her-
mannanna var óhugnanlegur.
„Ég hef fyrir konu og börn-
um að sjá. En ef þið viljið endi-
lega að ég tapi peningum á ykk-
ur, þá skal ég smíða naglana.“
„Gyðingur," öskruðu her-
mennimir, „smíðaðu naglana
fyrir okkur og hættu þessu
kjaftæði.“
Þeir sáu að þeim hafði tekizt
að skjóta Gyðingnum skelk í
bringu enda var það ætlun
þeirra að þvinga málið fram.
Gyðingurinn gekk síðan að
aflinu og byrjaði á smíði nagl-
anna. Annar hermannanna hall-
aði sér þá áfram og sagði:
„Hafðu þá vandaða og sterka,
Gyðingur, því að við verðum að
krossfesta Asa ben Miriam með
þeim.“
Hönd Gyðingsins nam staðar,
með hamarinn hátt á lofti. Og
rödd mannsins, sem hermenn-
irnir höfðu drepið vegna þess að
hann hafði ekki viljað smíða
nagla til að krossfesta Jesú með,
2
HEIMILISRITIÐ