Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 55
DAG NOKKURN fór Hreiðar í fallegu bláu fötin sín. „Ég fer á fund seinni partinn í dag, svo það er bezt ég líti þol- anlega út.“ Grunsemdimar fengu óðara fæturna hjá henni . . . hún gat ekki á sér setið að segja: „Þessir fundir eru farnir að verða nokkuð oft!“ Hann leit vonleysislega til hennar, yppti öxlum og úr svip hans mátti lesa: „Ertu nú þar komin ennþá einu sinni . . . geturðu aldrei hætt að væna mig um það versta?“ Svo fór hann. Auðvitað ætlaði hún að rann- saka vasana í brúnu hversdags- fötunum — þeim, sem hann hafði verið í daginn í gær. Hjartað sló ofsahratt, þegar hún fann bréf í innra brjóstvas- anum. Hún las utanáskriftina á umslaginu. Bréfið var til ógiftr- ar konu í austurbænum, sem hún hafði aldrei heyrt getið um. Vera var snillingur í því að opna bréf þannig, að enginn gæti séð að þau hefðu verið opn- uð. Þetta var ekkert verzlunar- bréf, það var heldur ekkert firmanafn á umslaginu. Hreiðar hafði skrifað utan á það . . . hún þekkti rithöndina. Nú skyldi hún loksins fá þær sannanir í hendur, sem húnhafði leitað svo lengi að. Ekkert gat afstýrt því, að hún opnaði bréfið og læsi það. Hún gerði sér ekki einu sinni far um að fara gætilega að. Hún reif bréfið upp og las: „Kæra Vera! Viltu vera svo góð að pressa brúnu fötin fyrir mig.“ ❖ . Úr einu í annað Lýsisbletcir hverfa af lérefti, ef smjöri er roðið á blettinn beggja vegna og látið liggja á í heilan dag. Þá er grænsápa borin á blettinn og hún þvegin af í heitu vatni eftir 2—3 klukkustundir. Sé bletturinn þá ekki alveg horfinn, fer hann við suðu. # Fuglar skynja hvorki lykt né bragð. # Gættu þess að láta barnið ekki ná í málningu, blek, hreinsunarefni, skor- dýraeitur eða annað eitur. Hafið það þar, sem engin hætta er á því, að það sé tekið í misgripum. # í Panama og Salvador í Mið-Ameríktt, fœðast árlega fleiri óskilgetin börn en skilgetin. # Heilbrigðismálaráðuneyti Breta hefur beint þeirri áskorun til foreldra, að leyfa ekki kvefuðu fólki að beygja sig yfir reifaböm né kyssa lítil börn. # Hér er gamalt húsráð við hiksta — eitt af mörgum: Bleyttu sykurmola í ediki og borðaðu hann. Einblíndu svo nokkrar mínútur á blaðið á opnum vasa- hnífi án þcss að tala eða hlæja. JÚNÍ, 1955 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.