Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 15
„Þú ættir ekki að vera of vandlát, því þá kemstu að raun um að þú verður strandaglóp- ur.“ „Ég kemst auðveldlega af án karlmanns,11 sagði stúlkan og hnykkti til höfðinu. Hann færði sig nær henni. „Þetta er unaðslegur dagur,“ sagði hann. „Hann er skapaður handa tveimur manneskjum, til þess að verða hamigjusöm og elska hvort annað.“ Hann lagði hönd sína blíðlega á handlegg hennar. Stúlkan greip andann á lofti, og hún fann allt í einu, að tárin voru að brjót- ast fram. Hún kippti að sér handleggnum óþýðlega og sagði: „Snautaðu burt!“ Maðurinn tók ekkert eftir þessari synjun, en beygði sig yf- ir hana og dró hana að sér. „Maeve, elskan mín,“ sagði hann. „Þú hefur verið svo heimsk. — Maeve, ástin mín, viltu giftast mér?“ Og hann kyssti hana. Stúlkan reyndi að hrinda hon- um frá sér. „Þetta er skemmti- legur tími til að biðja sér stúlku,“ sagði hún reiðilega og augu hennar leiftruðu. „Þegar við erum svona nýbúin að hnakkrífast út af henni Dóru Finnegan.11 Við nafnið, Dóra Finnegan, brá ofsalegum reiðisvip fyrir á andliti mannsins. Hann dró sig í hlé og togaði í brúsk af bald- ursbrám. „Viltu hætta að tala um Dóru Finnegan?" sagði hann. „Ég segi þér það satt, að stúlkan er mér ekkert. Ekkert. ekkert, ekkert.“ Hann horfði á baldursbrárnar í hendi sér og henti þeim í andlit hennar. Stúlkan reis upp og hristi þær af sér, en nokkrar þeirra loddu við hár hennar. „Jæja, það virtist vera allt í lagi með hana á dansleiknum í gærkvöld. Mér verður illt af að hlusta á þig.“ „Heyrðu, Maeve, viltu vera sanngjörn? Dóra kom til mín ...“ Stúlkan tók höndunum fyrir eyrun. „Ég vil ekki heyra afsakanir þínar,“ sagði hún ósveigjanleg. „Ég hef sagt þér, að ég elska þig, Maeve. Eg hef beðið þig um að giftast mér. Ég hef aldrei gert það áður.“ „Nei, þú hefur aldrei gert það.“ „Og nú geri ég það aldrei aft- ur, ef þú gætir þín ekki.“ Stúlkan þagði. „Ætlarðu að gefa mér hring?“ spurði hún eftir dálitla stund. „Auðvitað gef ég þér hring. Giftingarhring úr gulli.“ „Nei, ég meina hring núna JIJNÍ, 1955 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.