Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.06.1955, Blaðsíða 6
fyrst í vasann. og byrjaði svo á verkinu. Hermönnunum leið nú miklu betur, vegna þess að þeir höfðu fundið mann, sem var fús til að smíða naglana, sem þeir þurftu að fá. Þegar sígauninn hafði lokið smíði fyrsta naglans settu þeir hann í poka. Og þegar sígauninn hafði lokið smíði ann- ars naglans settu þeir hann í pok- ann. Og þegar sígauninn hafði lokið smíði þriðja naglans settu þeir hann í pokann. Sígauninn byrjaði á smíði fjórða naglans. Hermönnunum var nú orðið rórra, áhrif vínsins voru farin að dvína, þá sögðu þeir við sí- gaunann: „Með þessum nöglum ætlum við að krossfesta Asa ben Mir- iam.“ Jafnskjótt sem þeir höfðu sagt þetta tóku raddir jámsmið- anna þriggja, sem hermennirnir höfðu drepið þá um eftirmiðdag- inn, að tjá sígaunanum hvaða meðferð þeir hefðu sætt. Og raddirnar voru annarlegar. Her- mennirnir litu hvor á annan. Myrkrið var að skella á. Þeir hlupust á brott áður en sígaun- inn hafði lokið við smíði síðasta naglans. Þegar hermennirnir höfðu hlaupizt á brott var sígauninn ánægður yfir því að hafa stung- ið koparpeningunum fjörutíu í vasa sinn áður en hann byrjaði á verkinu. Síðan lauk hann við fjórða naglann. Þegar hann hafði lokið við að smíða hann beið hann eftir því að hann kóln- aði áður en hann léti hann hjá öðru dóti sínu. Hann hellti vatni á heitt járnið en það hraut af og virtist engin áhrif hafa og jámið hélzt jafn heitt og rautt eins og áður. Sígaunann furðaði á þessu og hellti meira vatni á það. Myrkr- ið var að skella á, og naglinn glóði eins og allt í einu hefði farið að blæða úr járninu, og að blóðið væri logandi eldur. Hann hellti því meira vatni á. En þetta hafi engin áhrif og naglinn var jafnglóandi sem áður. Koldimmt var orðið í eyðimörkinni, en samt sem áður lýsti birta hins glóandi nagla langar leiðir. Skjálfandi af hræðslu batt sígauninn tjald- ið upp á asnann og flýði aftur inn í eyðimörkina. Á miðnætti var asninn orðinn svo þreyttur að hann komst ekki úr sporunum og sjálfur var sí- gauninn svo örmagna úr þreytu að hann setti aftur upp tjald sitt. En þegar hann leit við sá hann aftur glóandi naglann, þó að hann hefði skilið hann eftir við hlið Jerúsalem af því að hann hafði ekki þorað að taka hann upp. Það vildi svo til að hann var 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.